spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSantiago Ponzinibbio meiddur á þumalfingri - verður Magny sendur til Síle?

Santiago Ponzinibbio meiddur á þumalfingri – verður Magny sendur til Síle?

Santiago Ponzinibbio hefur þurft að draga sig úr bardaga sínum gegn Kamaru Usman í maí. Ponzinibbio átti að vera aðal stjarnan í Síle og er spurning hvernig UFC ætlar að bjarga málunum.

Þeir Ponzinibbio og Usman áttu að vera í aðalbardaga kvöldsins í fyrstu heimsókn UFC til Síle. Argentínumaðurinn átti að vera aðal aðdráttaraflið á kvöldinu og sérstaklega eftir að bardagi Mauricio ‘Shogun’ Rua og Volkan Oezdemir féll niður.

Augnpotarinn umdeildi er meiddur á þumli og því er Kamaru Usman án andstæðings. Í samtali við MMA Fighting segir Usman að hann vilji einungis fá andstæðinga sem eru á topp 15 styrkleikalistanum í veltivigtinni og koma því ekki margir til greina. Demian Maia er án bardaga og þá var Alex ‘Cowboy’ Oliveira að sigra Carlos Condit um síðustu helgi. Spurning er hvort hann geti aftur hlaupið í skarðið líkt og hann gerði í Condit bardaganum.

Bardagakvöldið í Síle fer fram viku áður en bardagakvöldið í Liverpool fer fram þar sem þeir Gunnar Nelson og Neil Magny mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Blaðamaðurinn Damon Martin leggur hins vegar til að Neil Magny verði færður í aðalbardagann í Síle gegn Usman.

UFC sárlega vantar aðalbardaga kvöldsins fyrir sína fyrstu heimsókn til Síle og spurning hvort UFC fórni bardaga Gunnars til að bjarga aðalbardaganum í Síle. Það væri mikil synd fyrir okkar mann.

Þar sem bardagakvöldið fer fram í Suður-Ameríku má telja líklegt að UFC reyni að fá Suður-Ameríkumann til að koma í stað Argentínumannsins. Brassarnir Demian Maia og Oliveira eru líklegir en alls er óvíst um ástand þeirra og hvort þeir geti tekið bardagann eftir um það bil fimm vikur. Ariel Helwani segir að Oliviera sé ekki mjög spenntur fyrir því að hoppa inn.

Vonandi hefur þetta ekki nein áhrif á bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool. Áður en Usman var bókaður gegn Ponzinibbio var Magny sagður vera andstæðingur Ponzinibbio í Síle. Svo gæti þó farið að UFC hætti við bardagakvöldið ef ekki tekst að finna andstæðing fyrir Usman.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular