Santiago Ponzinibbio hefur verið frá búrinu í tæp tvö ár vegna sýkingar. Hann býst við að snúa aftur í búrið í haust.
Santiago Ponzinibbio hefur unnið sjö bardaga í röð í veltivigt UFC – þar á meðal er umdeildur sigur gegn Gunnari Nelson árið 2017. Hann barðist síðast í nóvember 2018 þegar hann sigraði Neil Magny í Argentínu á heimavelli.
Síðan þá hefur Ponzinibbio barist við blóðsýkingu sem hefur haldið honum frá æfingum og keppni.
Í júní 2019 fékk Ponzinibbio bakteríu sýkingu í hnénu og þurfti umsvifalaust að fara í aðgerð. Ponzinibbio dvaldi í viku á spítala eftir aðgerðina en skömmu eftir að hann kom heim þurfti hann að fara aftur á spítalann. Ponzinibbio brást illa við lyfjagjöf og þurfti því að dvelja á spítala í viku.
Ponzinibbio átti síðan að mæta Robbie Lawler í desember 2019 en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna sýkingar. Ponzinibbio segist núna vera orðinn heill heilsu og vonast eftir bardaga í haust. Hann hefur samið við umboðsmanninn umdeilda Ali Abdelaziz og gæti fengið stóran bardaga í endurkomu sinni.
Exchanged a few text messages with UFC welterweight Santiago Ponzinibbio (@SPonzinibbioMMA) tonight. He said he has signed new management, Ali Abdelaziz (@AliAbdelaziz00), and he's asking for a fight in Aug/Sept. Hasn't fought since Nov. 2018 due to a bad staph infection.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) June 30, 2020