spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 185

Spá MMA Frétta fyrir UFC 185

UFC 185 fer tram í kvöld og er óhætt að segja að bardagakvöldið sé hlaðið stórum nöfnum. Að venju birta pennar MMA Frétta spá sína.

pettis dos anjos

Anthony Pettis gegn Rafael dos Anjos

Pétur Marinó Jónsson: Ég fíla dos Anjos mikið og Pettis sömuleiðis. Anjos er orðinn mjög skemmtilegur striker en ég held að Pettis sé einfaldlega enn betri standandi. Pettis klárar Anjos með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Það þarf mikinn glímustyrk til að sigra Pettis. RdA er sterkur BJJ kappi en mun ekki ná að festa meistarann í gólfinu. Pettis sigrar með einhverju ótrúlegu sparki í 2. lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Held að Pettis sé með þetta. RdA reynir kannski að ná honum niður en Pettis er mjög góður BJJ kappi þannig það hjálpar RdA ekkert. Spái TKO sigri fyrir Pettis í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Er spenntur fyrir bardaganum. RDA er spennandi andstæðingur fyrir Pettis og gæti sett góðan hraða í bardaganum. Pettis er líklegast að fara að sigra því hann finnur alltaf leið en ég væri ekkert í shocki ef RDA myndi ná sigri. Pettis 3. lota, uppgjafartak.

Oddur Freyr: Ég hef trú á því að Pettis nýti sér fyrstu mistökin sem dos Anjos gerir og klári þetta með rothöggi eða uppgjafartaki í annarri eða þriðju lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Pettis er of góður standandi og RDS er ekki með nægilega góðar fellur til að ná honum í gólfið. Pettis vinnur eftir tæknilegt rothögg í annarri lotu.

Pettis: Pétur, Óskar, Eiríkur, Brynjar, Oddur Guttormur
dos Anjos: ..

carla joanna

Carla Esparza gegn Joanna Jędrzejczyk

Pétur Marinó Jónsson: Joanna er töff týpa, ég fíla hana. Hún er hörku góð standandi en Claudia Gadelha tókst að ná henni niður í nokkur skipti og ég held að Esparza nái að gera það sama. Esparza er með mjög gott wrestling og tekst að stjórna bardaganum með glímugetu sinni. Esparza sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Joanna er frábær striker en Carla mun skella henni beint á rassinn og sigra sannfærandi á stigum.

Eiríkur Níels Níelsson: Hef ekki séð nógu marga bardaga með þeim til að geta sagt mikið um þennan bardaga. En frá því sem ég hef séð er Esparza mjög yfirveguð og öflug þannig ég spái henni sigri á dómaraúrskurði.

Brynjar Hafsteins: Carla sigrar með því að nota glímuna sína og sigrar örugglega á dómaraúrskurði.

Oddur Freyr: Ég held að felluvörnin hjá Jedrzejczyk sé nógu góð til að hún geti haldið bardaganum að mestu standandi og sigri á stigum með betra striking.

Guttormur Árni Ársælsson: Esparza sigrar eftir sannfærandi dómaraúrskurð. Nýtir glímuhæfileikana til að sigra þennan bardaga.

Esparza: Pétur, Óskar, Eiríkur, Brynjar, Guttormur
Jędrzejczyk: Oddur

brown hendricks

Johny Hendricks gegn Matt Brown

Pétur Marinó Jónsson: Þetta gæti orðið skemmtilegur bardagi ef hann fer fram standandi en ég held að Hendricks muni á endanum fara í fellurnar sínar og vinna loturnar þannig. Þetta verður þó alls ekki auðvelt fyrir Hendricks enda er Matt Brown stórhættulegur í clinchinu. Hendricks sigrar á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Í raun besti bardagi kvöldsins. Brown er harður og þetta verður stríð en Hendricks tekur þetta á stigum.

Eiríkur Níels Níelsson: Þetta er þvílíkur bardagi. Er smá smeykur fyrir hönd Brown því hann er að koma frá löngu hléi plús ég hef aldrei séð Hendricks líta jafn vel út og hann gerir í dag. Hvorugur er að fara verða rotaður af hinum þannig ég tel að Hendricks taki þetta með dómaraúrskurði en þetta verður skemmtilegasti bardagi kvöldsins.

Brynjar Hafsteins: Brown er einn harðasti og skemmtilegasti bardagamaður í heimi en mér finnst hann ekki vera nógu tæknilegur. Hendricks kemur sterkur til baka og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Oddur Freyr: Brown er virkilega fær og stórhættulegur en ég held að á góðum degi geti Hendricks sigrað alla í veltivigtardeildinni. Ég spái því að Hendricks eigi góðan dag á laugardaginn og sigri á stigum. Þetta verður samt hörku bardagi og líklega bardagi kvöldsins.

Guttormur Árni Ársælsson: Hendricks sigrar þennan bardaga örugglega. Skellir Brown á bakið þegar honum sýnist og tekur dómaraákvörðun.

Hendricks: Pétur, Óskar, Eiríkur, Brynjar, Oddur, Guttormur.
Brown:

overeem nelson

Roy Nelson gegn Alistair Overeem

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Overeem sé skíthræddur við hægri höndina á Nelson, enda Overeem verið rotaður 9 sinnum í MMA. Overeem tekur skynsömu leiðina, tekur hann niður og stjórnar honum þar. Svipaður bardagi og gegn Frank Mir. Overeem sigrar á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Overeem getur unnið þetta með sömu bardagaáætlun og JDS, þ.e. stick and move. Ég er hins vegar að veðja á að Nelson komi inn einni bombu í 3. lotu og klári þetta.

Eiríkur Níels Níelsson: Maðurinn með glerhökuna gegn manninum með stálhnefann. Frekar basic finnst mér, Nelson tekur þetta með rothöggi í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Hlúnkurinn mun rota Overeem. Engin haka hjá Hollendingnum.

Oddur Freyr: Ég get ekki ímyndað mér að Overeem berjist nógu skynsamlega til að sigra Nelson. Overeem virðist orðinn veikur fyrir höggum eftir marga erfiða bardaga og ég held að Nelson roti hann í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Overeem hefur ekki litið sannfærandi út í mörg ár en Roy Nelson er bara orðinn svo hrikalega einhæfur að ég get ekki ímyndað mér að flinkur sparkboxari eins og Overeem geti ekki nýtt sér það. Overeem heldur fjarlægð, passar sig á yfirhandar hægri frá Roy og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Nelson: Óskar, Eiríkur, Brynjar, Oddur.
Overeem: Pétur, Guttormur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular