Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 185

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 185

rdaUFC 185 fór fram um helgina en afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í lokabardögum kvöldsins. Þá voru upphitunarbardagar kvöldsins frábær skemmtun og nóg tað ræða um í Mánudagshugleiðingunum.

Það er langt síðan tveir UFC titlar skiptu um eigendur á sama kvöldi. Sú var raunin á laugardaginn enda töpuðu báðir meistararnir, Anthony Pettis og Carla Esparza, sínum bardögum. Fáir bjuggust við þessu en enginn í giskleik okkar á Facebook giskaði á sigur hjá bæði dos Anjos og Jedrzejczyk.

Dos Anjos hefur aldrei litið betur út en hann gjörsigraði meistarann. Dos Anjos hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans og átti Pettis engin svör. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað hjá dos Anjos en hann tapaði fyrstu tveimur bardögum sínum í UFC. Þá var fátt sem benti til þess að hann ætti eftir að verða meistari. Þetta var 18. bardagi hans í UFC en fátítt er að bardagamenn hafi svo marga bardaga að baki í UFC þegar þeir verða meistarar. Til að mynda varð Robbie Lawler UFC meistari í sínum 14. UFC bardaga.

Eftir bardagann kom í ljós að dos Anjos hafi tognað á innra liðbandi í hné (MCL) fjórum vikum fyrir bardagann. Af þeim sökum gat hann lítið sem ekkert glímt síðustu vikurnar fyrir bardagann. Þetta eru ekki lítilvæg meiðsli en þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez dró sig úr bardaganum gegn Fabricio Werdum í fyrra vegna sömu meiðsla.

Einn maður gat brosað breitt eftir helgina, Khabib Nurmagomedov. Rússinn hefur verið frá vegna meiðsla um tíma en síðasti sigur hans kom einmitt gegn Rafael dos Anjos. Nurmagomedov og Cerrone mætast í maí og mun sigurvegarinn fá titilbardaga gegn dos Anjos.

wheaties pettisMorgunkornið Wheaties mun væntanlega þurfa að breyta umbúðum sínum en framan á pakkanum var stærðarinnar mynd af meistaranum Anthony Pettis.

Carla Esparza átti einfaldlega ekki séns í Joanna Jedrzejczyk. Esparza var ekki með neitt plan-B og þegar henni tókst ekki að ná Jedrzejczyk niður var hún auðvelt skotmark. Ef Esparza ætlar að komast aftur á toppinn þarf hún að vinna verulega í boxinu sínu. Það skal þó ekki taka neitt frá Jedrzejczyk enda háði hún frábæran bardaga og sýndi frábæra felluvörn. Takist Joanne Calderwood að sigra bardaga sinn í Póllandi í næsta mánuði gæti hún verið fyrsta titilvörn Jedrzejczyk.

Bardagakvöldið var ekki gott fyrir Bandaríkin. Bandaríkjamenn töpuðu öllum bardögum sínum þegar þeir mættu andstæðingum sem voru ekki frá Bandaríkjunum. Rafael dos Anjos (Brasilíu) sigraði Anthony Pettis, Joanna Jedrzejczyk (Póllandi) sigraði Carla Esparza, Alistair Overeem (Hollandi) sigraði Roy Nelson, Elias Theodorou (Kanada) sigraði Roger Narvaez, Beneil Dariush (Íran) sigraði Daron Cruickshank og Joseph Duffy (Írlandi) sigraði Jake Lindsey. Hinum þjóðernissinnuðu Texas búum þóttu þetta eflaust ekki skemmtilegt en bardagakvöldið fór fram í Dalls, Texas. Auk þess töpuðu tveir Bandaríkjamenn titlum sínum en fyrir helgi voru Bandaríkjamenn meistarar í öllum þyngdarflokkum nema í fjaðurvigtinni.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram í Brasilíu um helgina en þar mætast Demian Maia og Ryan LaFlare.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular