spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús Ingi Ingvarsson: Þetta hefur engin áhrif á mín framtíðarplön

Magnús Ingi Ingvarsson: Þetta hefur engin áhrif á mín framtíðarplön

maggi eftir
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Magnús Ingi Ingvarsson upplifði sitt fyrsta tap í MMA þegar hann barðist á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. Magnús ræddi við MMA Fréttir um bardagann.

Magnús Ingi hafði sigrað síðustu fjóra bardaga sína, alla í fyrstu lotu, og mætti ósigruðum Breta. „Ég þurfti að bíða mjög lengi eftir að hafa verið búin að hita mig upp og var því orðinn frekar kaldur þegar ég fékk loksins að fara inn í búrið. Þar af leiðandi var ég orðinn frekar stífur þegar við byrjuðum. Fyrsta lotan fannst mér ganga mjög vel, mig langaði að prufa að berjast alls staðar og ég fékk að gera það. Ég náði samt aldrei að koma mér almennilega í gang þannig að mér leið ekki eins vel og vanalega,“ segir Magnús um upplifun sína af bardaganum.

Magnús fékk þungt hné í andlitið sem breytti bardaganum. Eftir aðra lotu ákvað Magnús í samráði við hornið að segja þetta gott.

„Ég fékk þungt hné beint á kinnbeinið undir hægra auganu. Ég hélt samt áfram að halda honum upp við búrið og pældi svo sem ekki mikið í því fyrr en ég rann á einum tímapunkti og datt og lenti þar með undir. Þá áttaði ég mig á því að ég sá ekkert með hægra auganu og fannst eins og það væri ekki allt í lagi með kinnina á mér. Ég ákvað samt að klára lotuna og reyna að ná honum í lás en þegar ég kom í hornið og sá ekkert og var með þennan rosalega sársauka í kinninni ákváðum við [hornið] að ég myndi ekki halda áfram þar sem þetta var nú amateur bardagi.“

maggi lowkick
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Kinnbeinið er brotið og fór Magnús í aðgerð í síðustu viku. „Aðgerðin gekk framar öllum væntingum en búist var við að ég þyrfti stálplötu og skrúfu til þess að halda kinnbeininu saman en læknirinn náði að redda þessu aukahlutalaust.“

Magnús má ekki æfa neitt sem felur í sér snertingu næstu sex vikurnar. Hann mun samt sem áður halda sér í formi og gera það sem hann getur gert. Breytir þessi bardagi framtíðarplönum hans á einhvern hátt?

„Þetta hefur engin áhrif á mín framtíðarplön. Ég lærði loksins eitthvað af bardaga og ég sá svo margt sem ég get lagað og bætt að það er ótrúlegt. Ég hlakka til að vinna í þessum hlutum, þótt plönin frestist um nokkrar vikur breytir þetta engu.“

Á einum tímapunkti í bardaganum virtist Magnús brosa þegar þeir skiptust á höggum. „Mér fannst bara fyndið hvað hann var að reyna dúndra í mig þarna og það var ekkert að ganga. Þetta var eitthvað voðalega steikt augnablik.“

Magnús hefur horft á bardagann einu sinni og segir það fínt að sjá hvað hann geti gert betur. Á sama tíma sé það þó svekkjandi að horfa á þetta þar sem hann er ekki gerður til að tapa. Magnús mun hvíla sig frá æfingum og keppni og koma sterkari til baka.

Sjá einnig: Bardagi Magnúsar

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. Mér fannst Magnús vera að vinna fram að þessu kinnbeinsbroti. En auðvitað var eina vitið að stoppa þegar þessi meiðsli komu upp, fyrst þetta var nú bara áhugamannabardagi

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular