0

Spá MMA Frétta fyrir UFC 191

UFC 191 fer fram í kvöld og líkt og venjan er fyrir stór bardagakvöld spá pennar MMA Frétta í áhugaverðustu bardaga kvöldsins.

ufc 191

Demetrious Johnson gegn John Dodson 

Pétur Marinó Jónsson: Demetrious Johnson virðist bæta sig í hverjum einasta bardaga og berst oft. Á sama tíma hefur John Dodson verið að glíma við meiðsli og barist mun minna. Ég held að Johnson sé enn betri bardagamaður núna en þegar kapparnir mættust fyrst og tekur þetta á mjög dominant dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: DJ lærir af fyrsta bardaganum og sigrar sannfærandi, TKO eða submission í þriðju lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Held að Mighty Mouse sé ósnertanlegur í þessum þyngdarflokki. Þetta verður spennandi bardagi en músin tekur þetta á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Við fáum nýjan meistara í fluguvigtinni í nótt. Dodson stöðvar Mighty Mouse með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Mighty Mouse er örugglega Pound for pound bestur akkúrat núna í UFC. Hann sigrar eftir dómaraúrskurð.

Demetrious Johnson: Pétur, Óskar, Eiríkur, Brynjar
John Dodson: Guttormur

frank mir andrei arlovski

Andrei Arlovski gegn Frank Mir

Pétur Marinó Jónsson: Ég vona að Arlovski vinni en ég ætla að tippa á nokkuð óvæntan sigur Frank Mir. Frank Mir tekst að rota Arlovski með beinni hægri tiltölulega snemma í fyrstu lotu. Það getur allt gerst í þungavigtinni og þarf oft ekki nema eitt þungt högg og held ég að það verði raunin í kvöld.

Óskar Örn Árnason: Arlovski er tæknilegri standandi. Hann útboxar og rotar Mir á innan við 10 mínútum.

Eiríkur Níels Níelsson: Arlovski er betri standandi og ég efast um að Mir nái honum í jörðina. Arlovski sigrar með K.O. í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Frank Mir stöðvar sigurgöngu Arlovski þegar hann sigrar með uppgjafartaki í þriðju lotu.

Brynjar Hafsteins: Báðir eru burn outs sem sýnir hvað þungavigtin er þunn. Ég elska þá báða en held að Mir taki þennan og tapi svo næsta bardaga og hætti.

Andrei Arlovski: Óskar, Eiríkur, Brynjar
Frank Mir: Pétur, Guttormur

anthony johnson jimi manuwa

Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er mjög skemmtilegur bardagi en því miður fyrir Manuwa þá er Johnson bara betri bardagamaður alls staðar. Eftir nokkuð jafna fyrstu lotu þar sem Johnson á sínar rispur nær Johnson að klára þetta í 2. lotu með tæknilegu rothöggi. Og kallar svo út Cormier.

Óskar Örn Árnason: Johnson rotar Manuwa í fyrstu lotu og heimtar annan titilbardaga.

Eiríkur Níels Níelsson: Held að þetta verði flugeldasýning. Held samt að Manuwa sé ekki með nógu góða höku til að þola höggin frá Johnson. Johnson sigrar þetta með rothöggi í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Johnson vs. Manuwa er algjört mismatch. Rothögg frá Johnson í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Flottur bardagi en AJ sigrar með TKO í fyrstu lotu.

Anthony Johnson: Pétur, Óskar, Eiríkur, Guttormur, Brynjar
Jimi Manuwa:

paul felder ross pearson
Ross Pearson gegn Paul Felder

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Felder sé maður sem getur komist á svipaðan stað og Edson Barboza – frábær striker sem nær ekki að komast alveg á toppinn. Ég bind því ágætis vonir við Felder og held að hann taki Ross Pearson nokkuð örugglega. Tippa á Felder sigur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Felder er hraðari og tæknilegri. Hann rotar Pearson í brútal bardaga í 3. lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Erfitt að segja, gæti farið í dómaraákvörðun. Ég held samt að Pearson taki þetta með T.K.O í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Felder er mjög spennandi, ég held að hann sigri Pearson eftir þungt skrokkhögg í 2. lotu.

Brynjar Hafsteins: Ross Pearson er einn af mínum uppáhalds. Hann er gríðarlega tæknilegur og sigrar Felder. Dómaraákvörðun.

Paul Felder: Pétur, Óskar, Eiríkur, Guttormur
Ross Pearson: Brynjar

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.