spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 200

Spá MMA Frétta fyrir UFC 200

UFC 200 er í kvöld! Það styttist heldur betur í þetta en líkt og fyrir öll stærstu kvöldin birta pennar MMA Frétta spá sína.

ufc 200 tate nunes

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Amanda Nunes

Pétur Marinó Jónsson: Það væri nú eitthvað ef Amanda Nunes myndi vinna beltið og enn einu sinni værum við með nýjan meistara. Nunes er mjög góð en held að Tate eigi eftir að taka yfir bardagann í seinni lotunum. Hún á eftir að vera mikið til baka til að byrja með en nær loksins fellunni í 3. lotu. Í 4. lotu nær hún aftur fellu og kemst í crucifix stöðuna þar sem hún festir Nunes niður. Þar lætur hún nokkra olnboga rigna yfir Nunes áður en dómarinn stoppar þetta. TKO hjá Tate í 4. lotu.

Óskar Örn Árnason: Því meira sem ég hugsa um þetta því meiri möguleika gef ég Nunes. Hún gæti verið betri standandi og á gólfinu. Engu að síður held ég að reynsla Tate og seigla muni ráða ríkjum. Tate sigrar á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Beltið í bantamvigt kvenna virðist vera eins og heit kartafla eftir að Ronda tapaði og það virðist engum ætla að takast að verja titilinn. Ég held að þessi bardagi verði meira af því sama og Tate mun tapa titlinum í kvöld. Nunes sigrar á stigum.

Brynjar Hafsteins: Þetta er jafn bardagi. Sé báðar vinna bardagann en held að Tate nái að kreista fram dómaraákvörðun á reynsluni.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Það verður gaman að sjá hver nær að verða næsti dominant champion í þessum þyngdarflokki. Ég held að það sé að fara koma nýr meistari í kvöld. Nunes er að mínu mati með miklu betra striking og mun vinna Tate á stigum.

Miesha Tate: Pétur, Óskar, Brynjar.
Amanda Nunes: Guttormur, Sigurjón.

lesnar hunt

Þungavigt: Brock Lesnar gegn Mark Hunt

Pétur Marinó Jónsson: Stóra spurningin er hvort Brock Lesnar nái fellunni. Ég held hann geri það í fyrstu lotu. Hann nær honum niður en Hunt nær að standa upp í lok lotunnar. Í 2. lotu tekur Hunt svo yfir bardagann og kemur með eitt klassískt walkoff KO.

Óskar Örn Árnason: Kannski er gamla Brock-vélin að fara að valta yfir Hunt en ég efast um það. Hunt þarf að vera klókur, færa sig til hliðar þegar Lesnar stekkur á hann og koma inn bombum. Hunt sigrar með rothöggi í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Brock sigrar þennan bardaga með því að ná Hunt í gólfið. Hunt er hins vegar talsvert lágvaxnari en Brock og með furðu góða felluvörn. Ég tel að það verði erfitt fyrir Brock að ná fellunni án þess að fá á sig högg – eitthvað sem honum er meinilla við. Ég held að þessi bardagi verði vonbrigði en hallast að því að Hunt sigri þetta á stigum.

Brynjar Hafsteins: Firas Zahabi var næstum búin að sannfæra mig um að Lesnar myndi sigra en ég ætla samt að halda mig við Hunt með rothöggi. Svo margt gegn Lesnar í þessum bardaga. Langt síðan hann keppti, Hunt er með góða felluvörn og höggþunga sem gæti svæft fíl. Hunt sigrar með rothöggi í 2. lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Lesnar lítur alltaf út fyrir að vera sama skrímslið og duglegur að taka vítamínin sín. Það er samt langt síðan að hann barðist síðast og það hefur sýnt sig að honum líkar ekki við að fá högg á sig. Ég hef trú á því að Hunt muni ná að koma inn höggum áður en Lesnar nær honum niður. Hunt vinnur á KO í 1. lotu.

Brock Lesnar:
Mark Hunt: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjar, Sigurjón.

cormier anderson silva

Léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Anderson Silva

Pétur Marinó Jónsson: Maður á aldrei að afskrifa Anderson Silva en það er erfitt að tippa á hann þegar hann er nánast ekkert búinn að vera að æfa undanfarnar vikur. Kannski er hann samt bara að ljúga og búinn að vera að æfa eitthvað síðan hann kom úr aðgerðinni fyrir sjö vikum síðan. Samt sem áður er Cormier erfiður andstæðingur fyrir alla og klárar Silva með TKO í 2. lotu. Hversu sturlað væri það samt að sjá Anderson Silva klára Cormier….

Óskar Örn Árnason: Maður hefur varla náð að hugsa um þennan bardaga. Silva hefur barist í léttþungavigt og gengið vel en það var einmitt hans síðasti sigur (gegn Stephan Bonnar 2012). Silva er ekki sami bardagamaður og hann var og hann hefur víst ekki æft neitt síðan í maí. Hann ætti ekki að eiga minnstu möguleika gegn öðrum besta bardagamanni í heimi í léttþungavigt. Ég held samt að hann endist þrjár lotur, DC á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Silva hefur ekki unnið bardaga síðan 2012. Silva hefur viðurkennt að hafa ekkert æft í marga mánuði og ég á mjög erfitt með að sjá hvernig hann vinnur þennan bardaga. Þegar Silva var upp á sitt besta átti hann alltaf í mestu basli gegn glímuköppum – lenti í miklu basli með Travis Lutter og Chael Sonnen. Cormier er bæði stærri og betri wrestler en Sonnen og Silva er ekki sá sami og hann var. Cormier fleygir Silva á hausinn og klárar bardagann með ground and pound í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Þessi bardagi hefði verið athyglisverður fyrir nokkrum árum. Cormier er ólýmpískur glímumaður og getur alltaf sett Silva á bakið. Þetta verður spennandi þangað til DC ákveður að tuska hann til og það gerist í annarri lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Silva hefur aldrei tapað bardaga í léttþungavigt en að sama skapi er langt síðan að hann vann bardaga síðast. Hann hefur að eigin sögn ekkert æft síðustu mánuði, sem gæti líka verið eitthvað sem hann er að nota til að komast í hausinn á Cormier. Cormier er búinn að vera í þvílíkum æfingabúðum og er með ótrúlegan styrk og ef hann nær taki á Silva þá er hann í miklum vandræðum. Persónulega finnst mér bull að þetta sé ekki titilbardagi ef þetta er bardagi í 205 pundum. Anderson Silva vinnur á front kick í 1. lotu.

Daniel Cormier: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjar.
Anderson Silva: Sigurjón.

Jose Aldo and Frankie Edgar

Titilbardagi í fjaðurvigt: Jose Aldo gegn Frankie Edgar

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er að mínu mati mest spennandi bardagi kvöldsins. Ég hreinlega get ekki beðið eftir þessum bardaga! Þetta er 50/50 bardagi að mínu mati. Kannski er hakan hans Aldo horfin og Frankie rotar hann snemma eins og hann gerði við Mendes. Kannski lemur hann Aldo bara í fimm lotur. Ég held þó að maður sé að gleyma hversu góður Aldo er þar sem það er langt síðan við sáum hann performa. Aldo sigrar eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Þvílíkur bardagi sem þetta ætti að verða. Edgar hefur litið frábærlega út í undanförnum bardögum en við höfum ekki séð Aldo í langan tíma. Edgar hefur nokkrum sinnum áður barist við sama andstæðing oftar en einu sinni og hann er alltaf betri í annað skipti. Ég held að Edgar læri af fyrri bardaganum, byrji hraðar og sigri örugglega á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta hefur burði til að verða bardagi kvöldsins. Edgar hefur verið on fire undanfarið og Aldo vill minna á sig eftir tapið gegn Conor. Fyrri bardagi þeirra var virkilega góður en þrátt fyrir að Aldo hafi unnið tel ég að Aldo sé andstæðingur sem hentar Edgar vel. Edgar hreyfir sig mikið og ég held að hann lendi ekki í vandræðum með leg kicks vegna þess. Edgar mun hins vegar valda Aldo hausverk með boxhæfileikum sínum. Ég held að Edgar sigri þennan bardaga á stigum.

Brynjar Hafsteins: Vildi óska þess að Aldo minn þurfi ekki að keppa við Edgar. Þvílíkt hættulegur andstæðingur. Ég hef áhuga á að sjá hvort Aldo kemur til baka eins og þegar GSP tapaði gegn Matt Serra eða er hann orðinn of gamall? Aldo var gríðarlega agressívur í WEC en róaði sig mikið niður í UFC. Ég sé Edgar stick and move eins og han gerði við B.J. Penn og Aldo á alltaf eftir að vera einni sekúndu of seinn. Edgar á dómaraúrskurði þó ég voni annað.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Þvílíkur bardagi sem þetta á eftir að vera. Mjög líklega einn af bardögum kvöldins. Ég held að Aldo sé búinn að missa þessa ósigrandi áru sem hann var með og Edgar muni nýta sér það og vinna örugglega á stigum í skemmtulegum bardaga.

Jose Aldo: Pétur
Frankie Edgar: Óskar, Guttormur, Brynjar, Sigurjón.

cain velasquez travis browne

Þungavigt: Cain Velasquez gegn Travis Browne

Pétur Marinó Jónsson: Ég hef alltaf fílað Cain Velasquez mikið og finnst sorglegt hve lítið hann hefur barist. Ég spái að við fáum gamla góða Cain og hann lemur Travis Browne í döðlur. Dómarinn hefur séð nóg í 2. lotu og Cain sigrar með TKO.

Óskar Örn Árnason: Endurkoma Cain Velasquez er einn mikilvægsti parturinn við þetta kvöld. Komi hann aftur endurnærður ætti hann að taka Browne niður og slátra honum. Browne er samt hættulegur svo þetta gæti orðið svipað og þegar Cain mætti Cheick Kongo. Ég held að Cain verði eins og óður maður og afgreiði Browne með G&P í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég vona að við sjáum betri útgáfu af Cain í þessum bardaga en þann sem við sáum gegn Werdum. Ég spái því að Sea-level Cain taki Browne endurtekið í gólfið og klári hann þar í þriðju lotu.

Brynjar Hafsteins: Cain er ekki búin að berjast neitt því hann er alltaf meiddur. Einn bardagi á þremur árum. Líkaminn er að gefa sig en hugurinn ekki. Cain er farin að minna mig á Healthy Shogun eða Motivated BJ Penn sem geta unnið allt. Segjum samt að Cain sigri Browne í 3. lotu en fer svo í aðgerð mánuði seinna.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Ég held að Cain eigi eftir að sýna hvað hann er ótrúlega góður í þessum bardaga. Hann á eftir að keyra í gegnum Browne með endalausum fellum og þvílíkri keyrslu í gegnum bardagann og enda með að ná að klára hann síðan með TKO í 3. lotu.

Cain Velasquez: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjar, Sigurjón.
Travis Browne:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Ástæðan fyrir því að Cormier vs Silva er ekki titilbardagi er að Anderson vildi þriggja lotu bardaga en ekki fimm sem er mjög eðlilegt miðað við aðstæður.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular