Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 226

Spá MMA Frétta fyrir UFC 226

UFC 226 fer fram í kvöld en líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Daniel Cormier

Pétur Marinó Jónsson: Gæti orðið ansi söguleg viðureign og er erfitt að spá í þetta. Var fyrst ekki að gefa DC neinn séns en held að hann eigi alveg eftir að ná að valda Stipe smá vandræðum. Gæti alveg stolið sigri með pressu, dirty boxing, nokkrum fellum og siglt þessu þannig heim. Gæti alveg séð hann fyrir mér senda Stipe í smá flugferð. Stipe er ekki með stærsta vopnabúrið og er ekki að fara að henda í nein háspörk en hann gerir einfalda hluti mjög vel. Þetta verður jafnt framan af en held að Stipe muni taka þetta á endanum. Spái því að Stipe taki þetta með KO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Kannski verður þetta eins og Randy Couture vs. Tim Sylvia en ég held ekki. Grunar að þetta verði mjög erfiður róður hjá DC. Þung högg Stipe munu gera út um þetta í þriðju lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Mjög hrifinn af báðum og þeir eru svo miklir nice guys að það er hálf súrt að annar hvor þurfi að tapa. Ég held samt að Stipe sé of stór og teknískur fyrir Cormier. TKO í þriðju lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Vávává. Ég er ástfanginn af þessum bardaga. Skítt með Bisping vs. GSP, þetta er superfight. Alvöru brjálæði að DC hafi vigtað þyngri en Miocic en ákaflega fallegt að sjá að hann var akki að drepa sjálfan sig í einhverju þyngdartapi í enn eitt skiptið. DC hefur talað um að honum líði vel þessa dagana, hann fái að borða, sé í frábæru formi og græði á því að þurfa ekki að skera þyngd. Báðir eru þeir með sömu grunneiginleikana; box, wrestling og fáránlega vinnusemi. Eina sem skilur að þannig lagað er að Stipe er miklu hærri og með lengri faðm, en það er ekkert sem DC hefur ekki séð áður. Ég trúi á ævintýri og vona að DC sigri og nái að slíta sig frá Jon Jones árunni sem mun alltaf hanga yfir honum með því að feta eigin braut. DC sigrar á einróma dómaraákvörðun.

Stipe Miocic: Pétur, Óskar, Guttormur
Daniel Cormier: Arnþór

Þungavigt: Francis Ngannou gegn Derrick Lewis

Pétur Marinó Jónsson: Verður mjög áhugavert að sjá Francis Ngannou aftur. Vona að hann hafi lært mikið af síðasta tapi og sé með betra lið í kringum sig. Núna er hann að æfa hjá Syndicate MMA í Las Vegas en þar áður var hann mikið að flakka á milli Parísar og Las Vegas. Ég held að Ngannou verði aldrei einhver cardio vél en vonandi getur hann verið aðeins betur undirbúinn ef bardaginn klárast ekki í 1. lotu. Það er líka spurning hvort hann verði eitthvað hikandi við að sprengja núna af ótta við að gasa út. Verður mjög áhugavert að sjá hann í kvöld. Það eru margar spurningar fyrir þennan bardaga en ég hef trú á Ngannou. Ætla að segja að hann roti Lewis í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Fyrsta lota verður klikkuð en ef báðir lifa af held ég að Ngannou muni taka Lewis í sundur og sigra á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að þessi fari alla leið og endi sem slugfest. Lewis á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta er bomba. Bókstaflega. Hentu Mark Hunt inn í búrið með þeim og þú ert með þrjá höggþyngstu menn í UFC. Ngannou snýr hér aftur eftir erfitt tap gegn Stipe Miocic í janúar og það sem verður áhugavert að sjá er hvort hann hafi lagað cardio-ið sitt síðan þá. Það er samt hrikalega erfitt þegar maður heldur úti svona miklum vöðvamassa. Lewis hefur séð núna hvernig á að sigra Ngannou en það er bara eitt vandamál – hann hefur ekki þolið sem Stipe hefur og á sjálfur eftir að springa. Þeir þurfa að klára bardagann snemma, annars munum við sennilega sjá endursýningu á Kimbo Slice vs. Dada5000 hérna um árið. Vonum það besta og að við fáum 1-2 geggjaðar lotur og svo finish. Ég held að Ngannou verði að klára í fyrstu lotu annars er hann sjálfur búinn, ef bardaginn fer lengra er sigurinn hjá Derrick Lewis. Lewis sigrar með TKO í 3 lotu.

Francis Ngannou: Pétur, Óskar
Derrick Lewis: Guttormur, Arnþór

Veltivigt: Paul Felder gegn Mike Perry

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður örugglega geggjaður bardagi. Paul Felder er frekar stór í léttvigtinni og er ég ekki svo viss um að það verði einhver svaka stærðarmunur á þeim. Ef Perry nær ekki að lenda einhverri bombu í 1. lotu mun Felder bara taka þetta hægt og rólega. Hann er tæknilega betri bardagamaður á öllum vígstöðum og vinnur eftir dómaraákvörðun í mjög skemmtilegum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Snilldar reddun þessi bardagi. Ætti að vera standandi viðureign en ég held að Felder sé tæknilegri og taki þetta á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að þetta verði besti bardagi kvöldsins. Felder sigrar í lotu tvö með spinning backfist.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það yljar mér að sjá Felder aftur eftir of langa pásu, þó það sé í veltivigtinni. Hann er búinn að vera óheppinn með aðstæður síðustu mánuði og virðist alltaf vera að missa bardaga. Hér tekur hann á móti uppáhaldi allra, Mike Perry, með stuttum fyrirvara. Bardaginn er áhugaverður og gaman að sjá hvernig Perry mætir til leiks, hvort hann sé áhugalausari en allt eða hvort hann sé þlóðþyrstur brjálæðingur. Eitthvað segir mér að Felder muni sigra bardagann með því að vera klár og sniðugur. Felder sigrar á einróma dómaraákvörðun.

Paul Felder: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Mike Perry: ..

Léttvigt: Michael Chiesa gegn Anthony Pettis

Pétur Marinó Jónsson: Maður veit aldrei með Anthony Pettis. Fyrir hvern einasta bardaga heyrir maður hjá honum að hann sé búinn að breyta þessu og hinu og nú komi „gamli góði Pettis“ til leiks. Það er erfitt að trúa honum þegar hann er 2-5 í síðustu 7 bardögum. Held að það sé eitthvað að hjá honum andlega. Virðist alltaf brotna þegar það kemur smá mótlæti. Heldur stundum að höndin sé brotin og virðist þá gefast upp en síðar kemur i ljós að höndin var ekkert brotin. Gamli Pettis hefði hundsað sársaukann í höndinni og haldið áfram í stað þess að láta þetta hafa mikil áhrif á sig. Finnst samt Chiesa ekkert vera neitt stórkostlegur. Klunnalegur standandi og gæti alveg séð Pettis koma ákveðinn til leiks og bara klára þetta strax í 1. lotu með góðu sparki í skrokkinn. Finnst samt líklegra að Chiesa nái að brjóta Pettis niður og klári hann með rear naked choke í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Chiesa leitar í glímuna, verður sterkari þar en Pettis kemur svo á óvart, nær inn guillotine og sigrar í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Minn maður Pettis er því miður búinn. Chieisa outwrestlar hann og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það verður áhugavert að sjá hvort niðurskurðurinn hafi áhrif á frammistöðu Chiesa í kvöld. Hann leit ekki vel út á vigtinni, náði ekki tilsettri þyngd (var 1,5 pundi yfir) og tilkynnti það standandi á vigtinni að þetta væri hans síðasti bardagi í léttivigtinni. Pettis hefur hins vegar verið á furðulegri vegferð síðustu árin. Það eru ekki nema þrjú ár síðan hann var ríkjandi meistari og leit út fyrir að verða næsta stórstjarna UFC. Síðan þá er hann 2-5 og er skugginn af sjálfum sér. Hann á þó alltaf möguleika gegn hverjum sem er og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann væri að skíttapa á einhverjum tímapunkti í kvöld og næði svo uppgjafartaki upp úr engu. Pettis sigrar með uppgjafartaki í 3. lotu.

Michael Chiesa: Pétur, Guttormur
Anthony Pettis: Óskar, Arnþór

Léttþungavigt: Gökhan Saki gegn Khalil Rountree Jr.

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er geggjaður bardagi! Það er eiginlega ekki séns að þessi bardagi fari allar þrjár loturnar. Khalil hefur aldrei reynt fellu í UFC og Saki er bara sparkboxari í húð og hár. Það gæti vel verið að Khalil ætli eitthvað að vera skynsamur og fara í fellu, það væri sniðugt bara svo Saki fari að hugsa um felluna en einhvern veginn efast ég um að hann geri það. Þetta verður bara standandi stríð og Saki klárar þetta í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Fyrstu tvær mínútur verða flugeldasýning en Rountree dregur þá goðsögnina niður og sigrar með ground ‘n’ pound.

Guttormur Árni Ársælsson: 100 sparkboxbardagar skilja þessa tvo að og ég held að Roundtree eigi lítið í Saki standandi. Alltaf spurning um fight years í þessu samhengi en ég ætla að tippa á Saki með rothögg í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Fínn opnunarbardagi á geggjuðu PPV-cardi. Saki hefur komið með smá „aura“ inn í UFC, enda ótrúlega accomplished kickboxari. Fékk smá gjöf í fyrsta UFC bardaganum sínum en fær hér erfiðari andstæðing sem hann ætti þó að sigra með sínum hæfileikum. Saki sigrar með TKO í 2 lotu.

Gökhan Saki: Pétur, Guttormur, Arnþór
Khalil Rountree: Óskar

Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular