spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Alexander Jarl (UFC 206)

Spámaður helgarinnar: Alexander Jarl (UFC 206)

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC 206 fer fram í kvöld þar sem Max Holloway mætir Anthony Pettis í aðalbardaga kvöldsins. Spámaður helgarinnar er Alexander Jarl.

Alexander Jarl er rappari og hefur fylgst með MMA frá árinu 2007. Alexander er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og við skulum gefa honum orðið.

Ég spái oftast í bardaga eftir tilfinningu, frekar en tæknilegum smáatriðum. Skilar sér oftar en ekki í töpuðum veðmálum.

Veltivigt: Jordan Mein gegn Emil Weber Meek

Það er mikið hype í kringum Meek, hungraður víkingur með fast twitch. Ég sá hann sparra í Mjölni fyrr á árinu og ég held að ég hafi aldrei séð lífveru í svona formi. Svo er hann að koma af svakalegu KO á jiu-jitsu badboy, Paul Harris. Það hlýtur að boosta sjálfstraustið. Jordan Mein er ekki einu sinni viss hvort MMA sé það sem hann vilji gera. Þess vegna verður hann rotaður í annarri lotu.

Veltivigt: Tim Kennedy gegn Kelvin Gastelum

Ég skil ekki alveg hvernig Gastelum á alla þessa stóru sigra. Hann er með svo ótrúlega vandræðalega fótavinnu. Ef að Tim Kennedy er ekki með eitthvað gífurlegt ringrust, þá mun hann mannhöndla Gastelum. Tim Kennedy sigrar eftir dómaraúrskurð.

Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Doo Hoi Choi

Ég hef verið mikill Cub Swanson maður frá því ég sá bardaga hans gegn Oliveira (og frá því að ég sá hann í pilotinum af Kingdom), hann virðist ekki tapa nema gegn topp 5. Doo Ho Choi er algjört beast samt og kallaði Cub út, sem gerir ground and pound stoppage í 2. lotu Cub í vil þeim mun sætara (ekki veðja eftir mér). Cub vinnur, TKO í 2. lotu.

Veltivigt: Donald Cerrone gegn Matt Brown

Cerrone er betri í öllum þáttum MMA en Brown. Skýt á að fyrsta lotan verði hæg, önnur lotan sprengja og Cerrone submitti Brown í þriðju lotu, RNC.

Fjaðurvigt: Anthony Pettis gegn Max Holloway

Ég á mér uppáhalds bardagamann og það er Benson Henderson. Það segir sig svolítið sjálft að ég brosi hefndarbrosi í hvert sinn sem Pettis tapar. Og ég er búinn að vera skælbrosandi undanfarið. Pettis er búinn að vera á downswingi, og það að hann náði ekki vigt fær mig til að halda að hann sé ekki með Showtime fókusinn. Menn eiga það til að vanmeta Max þó hann sé ekki búinn að tapa eftir þetta decision gegn Conor árið 2013. Mín spá er að Max taki bardagann eftir dómaraúrskurð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular