spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Steindi Jr. (UFC 209)

Spámaður helgarinnar: Steindi Jr. (UFC 209)

Steindi Jr.
Mynd: Twitter.

UFC 209 fer fram í kvöld og þó Khabib berjist ekki ætti þetta að verða hörku kvöld. Af því tilefni fengum við grínistann Steinda Jr. sem spámann helgarinnar.

Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er landsmönnum kunnugur fyrir störf sín í sjónvarpinu. Steindi var nýlega í tökum á Asíska draumnum en sýningar hefjast þann 31. mars. Steindi hefur lengi fylgst með MMA, gefum honum orðið:

Ég kynntist UFC þegar ég, Dóri DNA og Skúli félagi okkar úr Mosó leigðum gömlu keppnirnar á VHS spólum undir borðið í vidjóleigu á Njálsgötu. Man ekki alveg hvað hún heitir. Ég kóperaði myndirnar en fékk samt lítið samviskubit því þær voru kóperaðar fyrir. Svo hætti ég að fylgjast með, ekki því mig langaði til þess heldur bara af því að lífið getur verið ósanngjarnt og ég gleymdi líka hvar þessi vídjóleiga var. En ég fann svo vídjóleiguna aftur og er byrjaður að kópera á ný.

Þungavigt: Mark Hunt gegn Alistair Overeem

Hunto vinur minn úr Pride mun taka walk off KO, það er alveg pottþétt. Overeem er með glerkjálka, svo ég segi Hunto. Ég held að það væri líka svo gaman að hanga með honum, grilla með honum, eyða sólarhring með honum. Leyfa honum að gista, taka alhliða snáðun með honum. Ég hefði boðið honum í UFC partýið heima hjá mér ef hann væri ekki að berjast sama kvöld. Ég elska Mark Hunt.

Millivigt: Rashad Evans gegn Daniel Kelly

Þetta eru eldgamlir menn, sennilega elstu menn í heimi. Rashad var í seríu tvö af The Ultimate Fighter, það er núna verið að gera seríu 75 held ég. Rashad tekur þetta, svo hætta þeir báðir. Svo deyja þeir báðir eftir örfá ár og verða jarðsungnir við mjög sorglega athöfn. En samt fallega.

Léttvigt: Lando Vannata gegn David Teymur

Ég er nú bara ekkert viss um hverjir þessir náungar eru, en Google segir Lando. Þessi bardagi fer í I don´t give a shit flokkinn minn.

Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woddley gegn Stephen Tompson

Þetta verður trylltur bardagi og menn munu gefa og þiggja. Ég myndi gefa aleiguna og jafnvel yfirgefa fjölskylduna í stað þes að fá högg frá Tyron, hann er það höggþungur. En Stephen ‘Wonderboy’ Tompson er svo fimur, svona van Damme í Bloodsport fimur.

Ég ætla að segja ‘Wonderboy’, því Bloodsport er ein af mínum uppáhalds myndum…og Tyron er nettur fáviti.

(Bardagi Khabib og Tony Ferguson féll auðvitað niður en leyfum spánni hans að fylgja með)

Titilbardagi í léttvigt: Tony Ferguson gegn Khabib Nurmagomedov

Ég held að Khabib vinni alla, Conor vill ekki vita af honum. Ég er líklega eini maðurinn í heiminum sem myndi þora í hann en það er önnur saga. Ég fíla samt menn sem heita Tony, hann heitir ekki Anthony, bara Tony. Það er eins og að heita Óli en ekki Ólafur, Tóti en ekki Þórarinn. Maður verður að virða það. Ég held því miður að Tóti Ferguson muni tapa og Khabib setji hattinn sinn á Joe Rogan og segi svo eitthvað óskiljanlegt í mækinn.

Steindi ef hann væri í UFC.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular