spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStaðan: Bantamvigt kvenna (135 pund)

Staðan: Bantamvigt kvenna (135 pund)

Ronda Rousey

Við ljúkum yfirferð okkar yfir alla þyngdarflokka í UFC með bantamvigt kvenna. Enn eru þó tækifæri fyrir UFC að bæta við flokkum en til að mynda eru fimmm þyngdarflokkar fyrir konur í Invicta.

Þyngdarflokkurinn (135 pund – 61 kg)

Þyngdarflokkurinn á rætur sínar að rekja til Strikeforce. Sara Kaufman varð fyrsti meistarinn er hún sigraði Takayo Hashi árið 2010. Hún varði beltið einu sinni áður en hún tapaði titlinum fyrir Marloes Coenen sem varði svo titilinn gegn Liz Carmouche og tapaði svo fyrir Mieshu Tate. Miesha Tate tapaði í kjölfarið titlinum til Rondu Rousey. Þegar Strikeforce fór undir UFC varð Ronda Rousey fyrsti og eini bantamvigtarmeistari UFC.

Meistarinn

Bantamvigt kvenna snýst fyrst og fremst um eina konu. Ronda Rousey er UFC meistarinn í bantamvigt og ein stærsta stjarna UFC. Hún er þekkt fyrir að valta yfir andstæðinga sína á stuttum tíma og er virt fyrir heiðarlega framkomu og opinn persónuleika. Hún er ósigruð í 12 bardögum en hefur aðeins eytt samtals um 25 mínútum í búrinu. Aðeins einn andstæðingur hefur lifað af fyrstu lotuna en það er Miesha Tate sem entist fram í þriðju lotu gegn Rousey á UFC 168.

RR

Næstu áskorendur

Miesha Tate hefur þegar mætt Rondu Rousey tvisvar eins og fram kom að ofan en Tate hefur nú sigrað fjóra andstæðinga í röð og og mætir Rousey sennilega næst. Tate er fyrrverandi Strikeforce meistari og klárlega ein af bestu bardagakonum í heimi.

Hversu líklegt er að við fáum nýjan meistara?

Tate er sífellt að bæta sig en bilið á milli hennar og Rousey virðist samt alltof mikið. Enginn hefur enst lengur en Tate á móti meistaranum en líkur á að hún sigri eru afar litlar. Það gætu verið mörg ár í að Ronda Rousey tapi bardaga ef það gerist einhvern tímann. Kannski mun hún yfirgefa íþróttina ósigruð.

Mikilvægir bardagar framundan

Ronda Rousey er búin að sigra flestar af þeim bestu en það koma sífellt upp nýjir áskorendur. Fyrir aðeins nokkrum dögum lét Amanda Nunes til dæmis vita af sér með stórum sigri gegn Sara McMann. Það má einnig búast við að Cat Zingano vinni sig aftur upp og svo er það Holly Holm sem er frábær sparkboxari en virðist þurfa meiri tíma til að bæta sig. Bardaginn sem allir vilja sjá er gegn Cristiane „Cyborg“ Justino sem hefur verið að berjast í þyngdarflokknum fyrir ofan. Það eru ýmsar hindranir í vegi en peningar eiga það til að leysa öll vandamál.

pena
Julianna Pena

Hverjar eru efnilegar?

Það eru nokkrar efnilegar á uppleið. Holly Holm er frábær standandi en hún á margt ólært áður en hún verður tilbúin í titilbardaga. Önnur spennandi er Julianna Pena sem sigraði The Ultimate Fighter. Hún er mjög efnileg, grjóthörð og æfingafélagi Miesha Tate. Það er ein og ein sem gæti unnið sig upp en engin áberandi fyrir utan þessar tvær.

Einhverjar hættulegar utan UFC?

Eitt nafn, Cristiane ‘Cyborg’ Justino. Það eru í raun engar aðrar þar sem UFC grípur allar efnilegar sem alast upp hjá Invicta. Justino hefur verið að rústa öllum í 145 punda flokknum og verður hreinlega að berjast við Rondu Rousey.

carano
Goðsagnir í þyngdarflokknum

MMA er ung íþrótt og kvennaflokkurinn er enn yngri. Ef það er ein kona sem stendur upp úr sem goðsögn í þyngdarflokknum er það Gina Carano. Hún var brautryðjandi og stór stjarna bæði innan og utan búrsins. Hennar bakgrunnur var sparkbox en MMA ferill hennar var ekki langur og barðist Carano aðeins átta bardaga. Hún sigraði alla bardagana fyrir utan hennar síðasta, gegn Cristiane ‘Cyborg’ Justino, árið 2009. Við erum annars að horfa á lifandi goðsögn þessa stundina. Ronda Rousey er ekki bara besta bardagakona allra tíma heldur líka stórstjarna sem hefur birst í kvikmyndum, auglýsingum og á forsíðu virtra tímarita.

Staðan: Strávigt kvenna

Staðan: Þungavigt

Staðan: Léttþungavigt

Staðan: Millivigt

Staðan: Veltivigt

Staðan: Léttvigt

Staðan: Fjaðurvigt

Staðan: Bantamvigt

Staðan: Fluguvigt

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular