spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStaðan: Fjaðurvigt (145 pund)

Staðan: Fjaðurvigt (145 pund)

Fjaðurvigtarmeistarinn José Aldo

Við höldum áfram að fara yfir stöðuna í hverjum þyngdarflokki fyrir sig eins og venjan er á föstudögum. Í síðustu viku var það bantamvigt karla en nú er röðin komin að einum heitasta þyngdarflokki UFC, fjaðurvigt.

Þyngdarflokkurinn: Fjaðurvigt (145 pund – 66 kg)

Fjaðurvigtin á rætur sínar að rekja til WEC. Titillinn var stofnaður árið 2003 í WEC 5 þegar Cole Escovedo sigraði Philip Perez og varð fyrsti meistarinn. Hann varði titilinn einu sinni í WEC 8 en lét hann svo af hendi. Í WEC 25 var það enginn annar er Urijah Faber sem sigraði Joe Pearson og tók til sín titilinn. Urijah Faber varði titilinn fimm sinnum, meðal annars gegn Dominick Cruz og Jens Pulver, þar til hann tapaði honum gegn Mike Brown í WEC 36. Mike Brown varði í kjölfarið titilinn gegn Leonard Garcia og Urijah Faber en tapaði honum svo fyrir José Aldo í WEC 44, 18. nóvember árið 2009. Þegar WEC var fært inn í UFC komu allir keppendur í fjaðurvigt WEC yfir í UFC.

WECFaberBrown

Meistarinn

José Aldo er fyrsti og eini UFC meistarinn í fjaðurvigt frá upphafi. Hann hefur varið titil sinn sjö sinnum en hans áttunda titilvörn verður einmitt eftir tæpan mánuð á UFC 189 í Las Vegas. José Aldo er skæður „striker“ og er sérstaklega þekktur fyrir föst spörk í fætur. Auk þess er hann með svart belti í brasilísku jiu-jitsu. José Aldo hefur aðeins einu sinni tapað á ferlinum en það var fyrir tíu árum síðan þegar Lucinano Azevedo sigraði hann með „rear-naked choke“, en þá var Aldo aðeins 19 ára gamall.

Næstu áskorendur

José Aldo hefur þegar sigrað marga af þeim bestu í þyngdarflokknum. Það hefur hins vegar ekki farið framhjá neinum ákveðinn írskur áskorandi sem mun berjast við hann um beltið 11. júlí næstkomandi. Bardagi José Aldo og Conor McGregor verður sennilega stærsti bardagi í fjaðurvigt frá upphafi. Næstu áskorendur eftir það fer eftir hver vinnur. Sigri McGregor er ekki ólíklegt að þeir berjist aftur. Sigri Aldo er nánast öruggt að Frankie Edgar fái annað tækifæri gegn meistaranum þó svo að Chad Mendes sé á undan honum á styrkleikalista UFC. Annar möguleiki er að Frankie Edgar og Chad Mendes berjist hreinlega um tækifæri um að berjast við meistarann.

Hversu líklegt er að við fáum nýjan meistara?

Eins og fram kemur að ofan hefur José Aldo verið ósigraður í 10 ár og sigrað flesta af þeim bestu í heiminum. Hann er því réttilega metinn líklegri til að sigra skv. veðbönkunum. Líkurnar eru hins vegar ekki yfirgnæfandi miklar og það eru mjög margir að spá Conor McGregor sigri þrátt fyrir að hafa aðeins barist fimm sinnum í UFC.

Aldo-vs-McGregor

Mikilvægir bardagar framundan

Fyrir utan næstu ákorendur eins og farið var yfir að ofan er ekki mikið um að vera á næstunni. Einn mikilvægan bardaga er þó vert að nefna en það er bardagi Charles Oliveira og Max Halloway í lok ágúst. Þeir eru í dag skráðir númer sjö og fimm á styrkleikalista UFC og sigur mun koma öðrum þeirra í fremstu röð. Auk þeirra munu Dennis Bermudez og Jeremy Stephens berjast á UFC 189 og ekki má gleyma bardaga Dennis Siver og Tatsuya Kawajiri núna um helgina.

Einhver hættulegur utan UFC?

Það eru satt að segja ekki margir hættulegir utan UFC í fjaðurvigt. Í Bellator er Patricio ‘Pitbull’ Freire meistarinn. Hann hefur sigraði þá næstu í röðinni, þ.e. Daniel Straus og Pat Curran. Hann er sá besti í heiminum í dag af þeim sem berjast utan UFC í fjaðurvigt. Það má einnig nefna WSOF meistarann Lance Palmer sem sigraði Chris Horodecki fyrr í mánuðinum. Hann á þó langt í land með að vera talinn einn af þeim bestu í heiminum.

pitbull
Freire gegn Curran

Goðsagnir í þyngdarflokknum

Þessi þyngdarflokkur er ungur svo það er lítið um goðsagnir. Urijah Faber verður að teljast goðsögn þó svo að hann sé enn að berjast. Eins með ríkjandi UFC meistara José Aldo. Sama hvað gerist gegn Conor McGregor verður hann alltaf talinn í hópi með bestu MMA bardagamönnum allra tíma. Mike Brown er sennilega hættur að berjast og má teljast goðsögn. Hann tók beltið af Urijah Faber og sigraði hann í tvígang.

Staðan: Fluguvigt (125 pund)

Staðan: Bantamvigt (135 pund)

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular