spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStaðan: Þungavigt (265 pund)

Staðan: Þungavigt (265 pund)

Líkt og undanfarna föstudaga höldum við áfram að fara yfir stöðuna í þyngdarflokkum UFC. Nú er komið að síðasta karlaflokkinum áður en haldið verður í kvennaflokkana. Þungavigtin dregur alltaf að en lítil endurnýjun hefur átt sér stað í flokknum.

Þyngdarflokkurinn (93 kg-120 kg)

Þungavigtin hefur alltaf verið gríðarlega vinsæll flokkur enda alltaf mikið um rothögg þar. Meistarinn þar er iðulega kallaður „The baddest man on the planet“ þar sem enginn í heiminum gæti unnið þungavigtarmeistara UFC í bardaga. Enginn!

Mark Coleman var fyrsti þungavigtarmeistari UFC eftir sigur á Dan Severn í febrúar 1997 á UFC 12. UFC Superfight Championship beltið var sameinað við UFC Tournament Championship beltið og úr varð þungavigtartitillinn. Enginn flokkur hefur haft jafn marga meistara og þungavigtin.

werdum titill

Meistarinn

Nýjasti meistarinn er hinn skemmtilegi Fabricio Werdum. Hann sigraði Cain Velasquez nokkuð óvænt nýlega og varð þar með óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Hann hefur nú klárað Big Nog, Fedor Emelianenko og Cain Velasquez með uppgjafartökum og á eftir að verða minnst sem einn sá besti í sögunni. Hann hefur alltaf verið þekktur fyrir frábært jiu-jitsu en hefur nú stórbætt sig standandi undir handleiðslu Rafael Cordeiro. Hann er orðinn 37 ára gamall sem endurspeglar ástandið í þungavigtinni. Það er aldrei hægt að afskrifa neinn.

Næstu áskorendur

Eftir að Andrei Arlovski var nokkuð óvænt bókaður gegn Frank Mir er næsta víst að Stipe Miocic fái næsta titilbardaga. Það gæti orðið áhugaverð viðureign. Cain Velasquez og Junior dos Santos munu alltaf verða viðloðnir toppinn eftir að kapparnir ríktu ríkjum í þungavigtinni í fimm ár. Þá hefur Ben Rothwell vakið mikla athygli og menn bíða enn eftir að Alistair Overeem komist í titilbardaga. Eftir ósigur Velasquez er þyngdarflokkurinn opinn upp á gátt.

arlovski
Andrei Arlovski.

Hversu líklegt er að við fáum nýjan meistara?

Það skemmtilega, og undarlega, við þungavigtina er að það er aldrei hægt að afskrifa neinn. Hver hefði trúað því að Fabricio Werdum yrði UFC meistari 37 ára gamall þegar hann var rekinn úr UFC á sínum tíma? Hver hefði trúað því að Andrei Arlovski myndi sigra þrjá bardaga í röð í UFC og vera nálægt titilbardaga? Það er því aldrei hægt að afskrifa einn né neinn í þessum undarlega þyngdarflokki og erfitt að segja hversu lengi meistarinn getur haldið beltinu. Þess vegna gæti Werdum tapað beltinu til Stipe Miocic sem gæti svo tapað beltinu til Arlovski. Miðað við söguna verður valdatíð Werdum stutt.

Flestir töldu að Arlovski, Mark Hunt og Frank Mir væru allir búnir en svo er ekki. Kannski er ‘Bigfoot’ Silva á leið upp núna?

Mikilvægir bardagar framundan

Sá eini á topp fimm í UFC sem er með bardaga núna er Andrei Arlovski. Hann mætir líklegast Frank Mir á UFC 191. Annað kvöld eru tveir þungavigtarbardagar en þeir geta varla talist mikilvægir fyrir stöðu mála í þungavigtinni. Beðið er eftir að Junior dos Santos verði tilbúinn í bardaga gegn Alistair Overeem en dos Santos er að jafna sig á meiðslum. Sá bardagi gæti reynst afar mikilvægur í þungavigtinni enda yrði sigurvegarinn þar nálægt titilbardaga. Josh Barnett mætir svo Roy Nelson í haust í Japan en annars er fátt markvert framundan í þungavigtinni.

Hverjir eru efnilegir?

Enginn, það er bókstaflega enginn efnilegur í þungavigtinni núna. Eini sem gæti mögulega komið til greina er Todd Duffee en hann hefur staðið sig vel í að tapa bardögum sem hann á að vinna. Við höfum áður skrifað um þá litlu endurnýjun sem á sér stað í þungavigtinni og er hreint ómögulegt að spá fyrir hverjir verða við toppinn eftir fimm ár.

Einhverjir hættulegir utan UFC?

Allir bestu þungavigtarmenn heims eru í UFC í dag. Það er aftur á móti einn gamall sem gæti snúið aftur – Fedor Emelianenko! Hinn goðsagnakenndi Rússi lýsti því nýlega yfir að hann hefði áhuga á að berjast aftur. Líklegasti áfangastaður hans er Bellator en gaman væri að sjá hann í UFC.

fedor cro cop

Goðsagnir

Fedor Elemlianenko er besti þungavigtarmaður allra tíma – svo einfalt er það. Þó hann hafi aldrei (ekki enn allavega) barist í UFC er óhætt að segja að hann sé sá besti. Hann var meistarinn í Pride og var taplaus í tíu ár eða þangað til Werdum sigraði hann með uppgjafartaki. Big Nog væri sennilega goðsögnin í þungavigtinni ef ekki væri fyrir Rússann en hann tapaði titlinum til Emelianenko í Pride á sínum tíma. Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic er auðvitað ein af goðsögnunum og þá verður Randy Couture alltaf mikils metinn eftir sigra hans í þungavigtinni og léttþungavigtinni.

Staðan: Léttþungavigt

Staðan: Millivigt

Staðan: Veltivigt

Staðan: Léttvigt

Staðan: Fjaðurvigt

Staðan: Bantamvigt

Staðan: Fluguvigt

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular