spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna Rannveig: Vil komast í búrið aftur sem fyrst

Sunna Rannveig: Vil komast í búrið aftur sem fyrst

Sunna

Sunna Rannveig Davíðsdóttir vill fá bardaga aftur sem fyrst. Sunna snéri aftur eftir 21 mánaða fjarveru í maí og telur að hún þurfi bara að berjast meira til að bæta sig.

Sunna Rannveig mætti í Tappvarpið í vikunni þar sem hún fór yfir Phoenix Rising mótið hjá Invicta ásamt Hrólfi Ólafssyni sem var í horninu hjá henni.

Sunna Rannveig er núna 3-1 sem atvinnukona í MMA en hvað þarf hún að gera til að taka næstu skref á ferlinum og bæta sig?

„Að komast í búrið sem fyrst aftur. Og síðan eftir það aftur sem fyrst og eftir það aftur sem fyrst. Halda mér bara aktívri, flott 3-4 mánuðir á milli, ekki meira. Það er það sem mér finnst ég þurfa akkúrat núna. Allt annað er að smella hjá mér,“ segir Sunna.

„Ég er rosalega mikið núna búin að vera að vinna í að taka stundum skref aftur. Leyfa henni að sveifla í loftið og svara henni. Ekki vera á staðnum þegar hún er að kýla, heldur vera að grípa hana þar sem ég vil hafa hana. Stjórna betur bara búrinu, svæðinu og meiri fótavinna hjá mér. Er búin að vera að vinna í miklu sem mér finnst ég fá að settla núna, bæði á æfingum og fá síðan að vinna með það í búrinu. Af því ég fann það í fyrstu sparr æfingunum eftir að ég kom heim, fyrstu glímu æfingarnar að það er allt eins og ég vil hafa það. Tæknilega líður mér ofboðslega vel, margt nýtt sem ég var að vinna með í campinu, það er kannski núna fyrst að detta inn án þess að ég þurfi að hugsa um það. Finn það alveg mjög skýrt og greinilega. Allt eins og það á að vera.“

Þau Sunna og Hrólfur fara betur yfir mótið og framhaldið í Tappvarpinu en þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsþjónustum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular