0

Úrslit UFC Fight Night: Moicano vs. Korean Zombie

UFC var með fínasta bardagakvöld í Greenville í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Chan Sung Jung og Renato Moicano en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Aðalbardagi kvöldsins stóð ekki lengi yfir en eftir aðeins 58 sekúndur hafði kóreski uppvakningurinn klárað Moicano. Öll önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Chan Sung Jung sigraði Renato Moicano með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 58 sekúndur í 1. lotu.
Veltivigt: Randy Brown sigraði Bryan Barberena með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:54 í 3. lotu.
Bantamvigt: Andre Ewell sigraði Anderson dos Santos eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Andrea Lee sigraði Montana De La Rosa eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Kevin Holland sigraði Alessio Di Chirico eftir dómaraákvörðun.

ESPN upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Dan Ige sigraði Kevin Aguilar eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Ashley Yoder sigraði Syuri Kondo eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Luis Peña sigraði Matt Wiman með tæknilegu rothöggi eftir 1:14 í 3. lotu.
Þungavigt: Jairzinho Rozenstruik sigraði Allen Crowder með rothöggi eftir 9 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Molly McCann sigraði Ariane Lipski eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Deron Winn sigraði Eric Spicely eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.