Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir keppti sinn fyrsta MMA bardaga á Evrópumótinu nú í morgun og tapaði því miður.
Dagmar mætti Anette Österberg frá Finnlandi en bardaginn fór fram í fluguvigt. Dagmar tapaði eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu og er úr leik á mótinu í ár.
Flyweight result: #Cage1 bout 1 – Anette Osterberg (FIN) def. Dagmar Hrund Sigurliefsdotter (ISL) via TKO, round 1 #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 24, 2016
Næstur af Íslendingunum er Magnús Ingi Ingvarsson en hann keppir sinn þriðja bardaga á þremur dögum síðar í dag.