spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞessi er á leið til Dublin til að aðstoða Conor McGregor

Þessi er á leið til Dublin til að aðstoða Conor McGregor

ido portal 2Ido Portal er sérfræðingur í hreyfingum mannslíkamans. Hann er á leið til Dublin til að æfa og skiptast á hugmyndum með Conor McGregor.

Conor McGregor er mikill áhugamaður um hreyfingar mannslíkamans og pælir mikið í hvernig sé hægt að hreyfa sig á sem áhrifaríkastan máta. Hann horfir á hreyfingar dýra eins og tígrisdýra og górilla sem hann telur að geti hjálpað sér sem bardagaíþróttamaður.

Samkvæmt John Kavanagh, yfirþjálfara Conor McGregor, er Ido Portal á leið til Dublin á næstu dögum.

  Portal kemur frá Ísrael og byrjaði 15 ára að stunda Capoeira. Síðan þá hefur hann verið heltekinn af hreyfingu mannslíkamans og hefur ferðast um heiminn til að vinna með dönsurum, íþróttamönnum, bardagamönnum, læknum, fjölleikaflokkum og jógum til að skoða hreyfingu mannslíkamans. https://www.youtube.com/watch?v=W0Wr7HsylE0 Gunnar Nelson dvelur um þessar mundir í Dublin þar sem hann undirbýr sig fyrir risabardagann gegn Demian Maia í desember. Hér að neðan talar Portal um Conor McGregor og sér hann margt sameiginlegt með hreyfingum sínum og McGregor. https://www.youtube.com/watch?v=iNry_JLb4yE Portal er þó umdeildur og hefur verið sagður snákaolíusölumaður. Gangrýnendur segja það sem hann sé að kenna sé í raun ekkert nema fimleikar með flottum hugtökum sem Portal kallar einhvers konar heimsspeki. Hvað sem því líður verður áhugavert að sjá hvernig McGregor og Portal munu vinna saman. Eins og bardagaáhugamenn vita mætir Conor McGregor hinum brasilíska Jose Aldo á UFC 194 þann 12. desember. Aldo er lítið að spá í hreyfingar dýra og heldur sig við sínar hefðbundnu æfingar. Það verður að koma í ljós 12. desember hvor undirbúningurinn hafi verið betri.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular