spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞórður Bjarkar og Birgir Þór keppa í Svíþjóð um helgina

Þórður Bjarkar og Birgir Þór keppa í Svíþjóð um helgina

vbc west coast battleNú um helgina verður blásið til Muay Thai veislu í Varberghöllinni í Svíþjóð. Bardagakvöldið kallast West Coast Battle 8 og keppa tveir Íslendingar á mótinu.

Ísland hefur áður átt fulltrúa á West Coast Battle en í dag keppa þeir Þórður Bjarkar Árelíusson og Birgir Þór Stefánsson fyrir hönd VBC í Kópavogi.

Sjö Muay Thai atvinnumannabardagar verða á dagskrá ásamt öðrum níu sem verða í Semi-Pro. Barist verður upp á þrjú belti, tvö Norðurlandabelti og eitt Evrópumeistarabelti. Sofia Olafsson mætir Merym Uslu um Evrópumeistarabeltið en Sofia var hér á Íslandi á dögunum. Sofia hélt Muay Thai námskeið í mars en hún er með þeim bestu í Evrópu í Muay Thai.

Þórður Bjarkar Árelíusson keppir sinn fimmta bardaga í Semi-Pro. Í Semi-Pro er barist í fimm lotur og þá tvær mínútur í senn en í atvinnumannabardögum eru þrjár lotur sem eru þrjár mínútur hver.

Þórður hefur verið á mikilli siglingu síðustu misseri og hefur sigrað alls þrjá bardaga í röð í Semi-Pro ásamt því að gera það gott í íslenska boxinu. Nú mun Þórður takast á við sinn erfiðasta andstæðing til þessa og einn af betri sparkboxurum sem Íslendingur hefur tekist á við.

Þórður mætir manni að nafni Filiph Waldt en hann hefur dvalið í Tælandi við æfingar og keppni. Hann hefur farið í hringinn 28 sinnum og þar af eru þrettán af þeim bardögum atvinnumannabardagar.

Af þrettán atvinnumannabardögum hefur hann unnið níu og þar af sex með rothöggum (einn bardagi endaði með jafntefli). Þrisvar sinnum hefur hann barist á hinum sögufræga Lumpinee leikvangi í Tælandi.

Úrsmiðurinn Birgir Þór Stefánsson keppir sinn áttunda bardaga í Muay Thai og keppir einnig í Semi-Pro. Birgir hefur átt erfitt uppdráttar seinustu tvo bardaga en hann er ákveðinn að halda áfram að bæta sig og taka bardagann með trompi. Mótherji hans er Oliver Axelsson en lítið er vitað um þann herramann.

Við óskum þeim góðs gengis en hægt verður að horfa á bardagana beint á Facebook síðu VBC MMA. Bardagarkvöldið byrjar klukkan tvö að Íslenskum tíma.

14159031_10153596817631841_831494120_n

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular