spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞriðjudagsglíman: Kári Gunnarsson greinir glímu Marcelo Garcia og Gianni Grippo

Þriðjudagsglíman: Kári Gunnarsson greinir glímu Marcelo Garcia og Gianni Grippo

Kári upp með hendiBJJ svartbeltingurinn og eigandi Odin fightwear Kári Gunnarsson deilir með okkur BJJ sérþekkingu sinni í greiningu á glímu Marcelo Garcia og Gianni Grippo.

Gefum Kára orðið:

Ég var í miklum vandræðum með að finna glímu til að greina í þriðjudagsglímunni, ég vissi að ég vildi finna góða Marcelo Garcia glímu, en það er úr svo miklu að velja, bæði þar sem hann hefur verið svo aktívur að keppa fyrr í tíðinni (því miður hættur núna), og líka af því hann leggur út glímur af sjálfum sér á hverjum degi, þar sem hann glímir við suma af þeim bestu í heiminum og stendur sig ennþá ótrúlega vel.

Ég valdi þessa glímu, þar sem ég hef oft pælt í því hvernig Marcelo myndi ganga í dag á mótum, þar sem allt annað „Metagame“ er í BJJ keppnum í dag, en þegar hann var upp á sitt besta. Berimbolo var varla til þegar hann keppti seinast, og Mendes/Miyao bræðurnir ekki jafn frægir og núna, þess vegna fannst mér þessi glíma með Gianni Grippo mjög spennandi.

Það þekkja hann kannski ekki allir, en hann hefur unnið heimsmeistaramótið  í öllum beltaflokkum nema svörtum (hann fékk fyrst svarta beltið núna í janúar). Hann hefur þó nú þegar stimplað sig vel inn sem topp keppnis svartbelti, fékk silfur í Pan-Ams, brons á Evrópumeistaramótinu og gull í bæði eigin flokki og opnum á NY Open. Það sem mér fannst kannski mest spennandi við þessa glímu, er að Gianni er með mjög svipað game og Mendes bræðurnir, hann notar Berimbolo/de la riva (DLR)/reverse de la riva (RDLR) guardin mjög mikið, og þetta gefur því smá innsýn í hvernig Marcelo myndi standa sig í dag á móti topp andstæðingum með „nýmóðins“ BJJ game.

Greining

0:00 – Glíman byrjar með Marcelo ofan á, þar sem Gianni reynir að þröngva vinstri DLR króknum inn. Marcelo vinnur vel úr stöðunni með að halda pressunni á Gianni með sínu hægra hné, og að nota vinstri hendina sína til að stjórna hægri fæti Gianni.

1:00 –  Gianni fær fullan DLR guard, en pressan frá Marcelo fær Gianni til að reyna að skipta yfir í leg lasso með vinstri fótinn sinn.

1:15 –  Marcelo heldur olnboganum þétt til sín, og lokar plássinu milli handarinnar og olnbogans, til að stöðva leg lasso tilraunina. Hann hefst strax handa við að ýta niður vinstri fæti Gianni með olnboga sínum og hné, að reyna að þröngva sig inn í half guard.

1:32 – Mjög skemmtileg lítil hreyfing, Marcelo er að reyna að þröngva vinstra hnénu sínu yfir lærið, til að geta fengið half guard, takið eftir hvernig vinstri fóturinn hans ýtir niður á hælinn hans Gianni til að skapa pláss.

1:45 –  Pressan skilar sér, og Marcelo nær að loka niður uppáhalds DLR krók fótinn hans Gianni með sínu hægra hné neðarlega á lærið hans Gianni. Um leið og hann nær að setja pressuna niður, gerir hann mjög flott transition, takið eftir því hvernig hann setur hægri hnéð sitt í gólfið (yfir lærið), og í einni hraðri hreyfingu, skiptir hann hægri fætinum yfir, og STRAX tekur vinstri fóturinn við, og heldur áfram að læsa niður vinstri fótinn hans Gianni. Flestir myndi eflaust enda í half guard hérna, en Marcelo nær að fara beint í sidemount með þessari hreyfingu.

Takið líka eftir að hægri grip Marcelo á kraganum, og vinstri underhook, gerir Gianni erfitt fyrir með að verjast , þar sem hann getur ekki snúið sér inn í Marcelo.

2:00 –  Gianni verst vel úr sidemount, nær að leggja hægri upphandlegginn yfir andlitið á Marcelo, og færa sig yfir í underhook, hann nýtir tækifærið, invertar og fær guard aftur.

2:15 –  Gianni fer beint í að gera áras með RLDR, en Marcelo gerir vel, ekki bara með að ýta RLDR krókinn (hægri fótur Gianni) niður, en hann ýtir líka vinstri fætinum hans í burtu. Gianni vill gjarnan hafa þann fót uppi í mjöðm Marcelo til að geta stjórnað honum betur og varist guard pass tilraunum.

2:20 – Marcelo nýtir tækifærið á meðan Gianni stjórnar ekki mjöðmunum hans, og nær eldsnöggu knee-slide pass.

3:10 –  Gianni nær aftur að verjast vel úr sidemount og fær guard.

3:20 –  Mikill gripa bardagi, sem endar með að Marcelo reynir aftur hratt knee-slide pass, en Gianni sér við honum í þetta skiptið og RLDR krókurinn situr of djúpt.  Hann nær að snúa sér undir hann (kiss of the dragon), og er nú kominn með Marcelo í sitt game.

3:30 –  Getur verið erfitt að sjá úr þessari stöðu, en Gianni gæti líklegast staðið upp og fengið sweep hérna, en eins og er einkennandi fyrir þetta game, þá vill hann ekki taka toppstöðuna og „bara“ enda í guard (þar sem Marcelo er mjög góður), hann er að reyna að ná annað hvort bakinu á Marcelo, eða koma upp beint í legdrag stöðuna (og þar með fá bæði sweep stig, guardpass stig, og forðast guardið hans Marcelo).

4:10 –  Þeir enda í skringilegri stöðu, en Marcelo áttar sig á hættunni,  besti leikur Gianni úr stöðunni, er líklega að reyna að fá hægri krókinn sinn inn, fá góð grip, og reyna við bakið.  Marcelo verst þessu með að ná sterku gripi á buxum Gianni‘s.

4:35 – Marcelo nær að losa sig úr flækjunni og setur strax gífurlega pressu á Gianni, leyfir honum ekki að fá sitt game í gang. 4:40 fær hann leg-weave stöðuna, og nær að loka niður báðar fætur Gianni með sinum vinstri fæti, og getur því skipt yfir í vinstri hliðina án þess að hætta á að Gianni nær krókunum sínum inn

5:50 –  Eftir ítrekaðar tilraunir til að einangri hægri handlegg Gianni‘s, nær Marcelo að fanga hálsinn á Gianni og fer yfir í north-south choke‘ið, sem er líklega hans sterkasta henging.

6:35 –  Gianni nær loksins sterkan DLR krók inn, og grip í beltið hans Marcelo, því miður er tíminn búinn þarna, hefði verið gaman með 1-2 mínútur meira.

Það sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt við þessa glímu, er að ef maður horfir á glímurnar þeirra þegar Gianni er fyrst kominn að æfa hjá Marcelo (hann skipti til hans fyrir 18 mánuðum síðan frá Renzo Gracie), þá átti Marcelo í frekar miklum erfiðleikum að eiga við þetta guard. Hérna má sjá þá rúlla fyrir ári síðan, og Marcelo á í töluvert meiri erfiðleikum með Gianni þar. Takið t.d. eftir muninn á hversu vel Marcelo stjórnar fótunum á Gianni í fyrsta myndbandinu þegar hann tekur RDLR og á 2:05 í þessu nýrra myndbandi.

Nokkur myndbönd á tækni sem ég minnist á:

Kiss of the dragon

Gianni sýnir berimbolo yfir í legdrag

Rafa Mendes sýnir „real berimbolo“

North south choke‘ið hans Marcelo

BJJ Scout rýnir í leag weave‘ið hans Rodolfo

MMA Fréttir þakkar Kára fyrir góða og skemmtilega greiningu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular