Þriðjudagsglíman að þessu sinni er ólympísk glíma milli Daniel Cormier og Chris Pendleton. Þetta var síðasta glíman á ferlinum hjá Cormier en hann skildi glímuskóna sína eftir á dýnunum til marks um að hann væri hættur glímunni.
Daniel Cormier var frábær glímumaður áður en hann snéri sér að MMA. Hann hlaut All-American nafnbótina tvisvar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu) og var tvisvar í Ólympíuliði Bandaríkjanna í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling).
Á Ólympíuleikunum 2008 lenti hann í nýrnabilun sem var afleiðing af illa skipulögðum niðurskurði og gat ekki keppt. Eftir það hætti hann í glímunni en í raun átti hann ekki afturkvæmt í glímuna þar sem mistök hans vöktu gífurlega reiði í glímuheiminum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið snéri hann sér að MMA og mun nú berjast um léttvigtarbelti UFC snemma á næsta ári. Hann fékk því aldrei að kveðja glímuheiminn eins og hann vildi og fékk því tækifæri á því í þessari glímu hér að neðan.
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023