Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 51

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night 51

Antonio_Silva_and_Andrei_ArlovskiÁ laugardaginn var fór fram UFC Fight Night: Silva vs. Arlovski í höfuðborg Braslíu, Brasília. Þessi Fight Night í Brasilíu eru yfirleitt pökkuð af heimamönnum og var þetta kvöld engin undantekning.

í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Andrei Arlovski og Antonio Silva. Það vakti mikla undrun þegar það var tilkynnt að Andre Arlovski væri í aðalbardaga kvöldsins gegn manni sem féll nýlega á lyfjaprófi (í annað sinn á ferlinum) og var gagnrýnin sem UFC fékk í kjölfarið réttmæt. Burtséð frá því þá sigraði Arlovski með rothöggi í fyrstu lotu. Fyrir bardagann var Bigfoot Silva í 4. sæti á styrkleikalista UFC og því mun Arlovski að öllum líkindum komast á topp 10 í þungavigtinni.

andre arlovski

2014 er búið að vera undarlega skemmtilegt ár í UFC og margt óvænt átt sér stað. Robbie Lawler barðist um titil, Matt Brown var einum bardaga frá titilbardaga og Andrei Arlovski er kominn á topp 10 í þungavigtinni í UFC – allt þetta er nokkuð sem fáir bjuggust við fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun fá fleiri tækifæri í UFC og hefur nú sigrað báða bardaga sína þar í ár eftir sex ára útlegð. Antonio Silva leit hins vegar illa út en hann var skelfilega hægur og hans bestu ár gætu verið að baki. Þetta var fimmta tapið hans á ferlinum eftir rothögg.

Gleison Tibau gerði það sem hann gerir best, sigraði fyrstu tvær loturnar og tapaði svo þriðju og endaði á að sigra eftir dómaraákvörðun. Þetta var 23. bardagi Tibau í UFC sem er ótrúlegt sé litið til þess að hann hefur aldrei verið nálægt því að komast í toppbaráttu og yfirleitt fer fremur lítið fyrir honum. Þessi 30 ára risastóri léttvigtarmaður hefur sigrað 15 bardaga eftir dómaraákvörðun en þetta var 40. bardagi hans á ferlinum.

Paulo Thiago hefur að öllum líkindum lokið ferli sínum í UFC. Eftir tapið um helgina er hann 2-7 í síðustu níu bardögum. Hann er 33 ára og gæti ákveðið að leggja hanskana á hilluna.

Ágætis bardagakvöld að baki en næsta laugardag fer fram bardagakvöld í Japan þegar Roy Nelson og Mark Hunt mætast í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular