Tito Ortiz barðist sinn síðasta bardaga á ferlinum í gær þegar hann sigraði Chael Sonnen eftir hengingu. 20 ára ferli Ortiz lauk því á góðum nótum.
Það var mikill sirkus í kringum bardagann en bardaginn sjálfur var ekki langur. Eftir smá hræringar í gólfinu komst Ortiz á bakið á Sonnen og kláraði bardagann með „rear naked choke“ hálfpartinn á hlið.
Tito Ortiz def Chael Sonnen via RNC #Bellator170 pic.twitter.com/eo96s90MnK
— Fancy Combat (@FancyCombat) January 22, 2017
John McCarthy var dómarinn í bardaganum en hann dæmdi líka fyrsta bardaga Ortiz árið 1997.
Ortiz viðurkenndi eftir bardagann að hafa haldið hengingartakinu aðeins lengur en þess hefði þurft. Ortiz átti ýmislegt sökótt við Sonnen vegna ummæla hans um fjölskyldu sína og fleira og ákvað að halda takinu aðeins lengur.
Ortiz sagði að kvöldið hefði verið líkt og draumur og hefði varla geta hugsað sér betri endi á ferlinum – sigur í 1. lotu í heimaborg sinni.
Það voru þó skiptar skoðanir á bardaganum og telja sumir að úrslit bardagans hafi verið fyrirfram ákveðin.
I call bullshit on that fight. #Bellator170 #ChaelvsTito
— Yves Edwards (@thugjitsumaster) January 22, 2017
The #Bellator170 main event was more choreographed than a Brittany Spears music video. Shame really… It might have been a fun fight.
— Dan Hardy (@danhardymma) January 22, 2017
Sitt sýnist hverjum um bardagann en ljóst er að Ortiz mun verða minnst fyrir framlag sitt til íþróttarinnar og getur verið sáttur eftir langan og góðan feril.