spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTíu verðlaun til Íslendinga á Danish Open um helgina

Tíu verðlaun til Íslendinga á Danish Open um helgina

Nú um helgina fór fram Danish Open í Danmörku þar sem keppt var í brasilísku jiu-jitsu. Ísland átti nokkra fulltrúa á mótinu og koma þeir heim með mörg verðlaun.

MMA Fréttir heyrði í Þorgrími Þórarinssyni frá Danmörku en hann var einn af átta Íslendingum sem keppti á mótinu. Við fengum góðar upplýsingar frá honum um mótið en mótshaldarar hafa ekki birt úrslitin enn sem komið er.

Á laugardeginum var keppt í galla (gi) og fengu Íslendingarnir þrjú silfur og tvö brons.

Pétur Óskar Þorkelsson, úr Mjölni, keppti í -70 kg flokki fjólublábeltinga og tók silfur. Ari Páll Samúelsson, úr VBC í Kópavogi, tók silfur í -76 kg flokki fjólublábeltinga, 30-35 ára. Þá tók Róbert Ingi Bjarnason, úr Mjölni, silfur í 52,5 kg flokki hvítbeltinga, 10-12 ára (ekki staðfest).

Þorgrímur Þórarinsson, úr Mjölni, tók brons í -88,3 kg flokki blábeltinga. Oddur Páll keppti fyrir hönd Odense Bushido Klub í Danmörku og hlaut brons í +100,5 kg flokki blábeltinga. Upphaflega ætlaði Oddur að keppa í -100,5 kg flokki en þar sem hann var eini keppandinn í flokknum var hann færður upp í +100,5 kg flokkinn. Þar tapaði hann sinni fyrstu glímu og mætti andstæðingur hans ekki í bronsglímuna og því fékk Oddur bronsið.

Í dag fór nogi (án galla) hluti mótsins fram og þar var uppskeran þrjú silfur og tvö brons.

Þorgrímur hlaut silfur bæði í sínum flokki og í opnum flokki blábeltinga. Þorgrímur tapaði fyrir sama andstæðingnum í úrslitum í sínum flokki, í úrslitum opna flokksins og í undanúrslitum í sínum flokki í gær.

Eins og við greindum frá á föstudaginn voru þeir Luigi Gala og Aron Elvar Jónsson, báðir úr Mjölni, í sama flokknum. Þeir kepptu um bronsið í sínum flokki í dag þar sem Luigi fór með sigur af hólmi. Aron Elvar tók einnig þátt í opna flokknum og hafnaði í 4. sæti líkt og í sínum flokki.

Ari Páll tók silfur í sínum flokki og brons í opna flokknum í dag. Það stóð á tæpu hvort hann myndi keppa í dag þar sem Ari lenti í rifbeinsmeiðslum í opna flokknum í gær. Ari, sem keppti í -76 kg flokki, mætti þá andstæðingi úr +100,5 kg flokki. Eftir „armbar“ tilraun hlammaði andstæðingur hans ofan á Ara sem neyddist til að hætta keppni í gær.

Pétur Óskar gat ekki keppt í nogi hluta mótsins í dag þar sem hann var 500 gr. of þungur fyrir sinn flokk. Hann tók þátt í opna flokknum en tapaði fyrstu glímunni.

Uppskera mótsins eru því tíu verðlaun samkvæmt upplýsingum frá Þorgrími.

danish open 1
Aðsend mynd. Hluti hópsins með verðlaun helgarinnar.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular