spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTvö ný svört belti gráðuð í Mjölni

Tvö ný svört belti gráðuð í Mjölni

5 svartbeltingar í BJJ. Frá vinstri: Jósep Valur, Valentin Fels, Atli Örn, Gunnar Nelson og Halldór Logi.

Tvö ný svört belti í brasilísku jiu-jitsu voru afhend á dögunum. Þeir Valentin Fels og Atli Örn Guðmundsson voru gráðaðir í svart belti af Gunnari Nelson.

Það voru fá belti afhend á síðasta ári þar sem glímustarfið var meira og minna í dvala vegna kórónuveirunnar. Þó voru þrjú svört belti gráðuð í Reykjavík MMA í júlí í fyrra og hafa nú tvö ný svört belti verið gráðuð.

Föstudaginn 19. febrúar var Atli Örn Guðmundsson gráðaður í svart belti. Atli hefur æft brasilískt jiu-jitsu nánast frá því fyrst var byrjað að stunda íþróttina hér á landi. Atli er fertugur og er vel að beltinu kominn eftir að hafa stundað íþróttina í um það bil 15 ár.

Miðvikudaginn 24. febrúar fékk Valentin Fels svarta beltið frá Gunnari Nelson. Valentin er franskur og hefur verið búsettur hér á landi undanfarin fjögur ár.

Valentin hefur fest rætur hér á landi enda með íslenskri konu og eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra. Valentin opnaði í fyrra BJJ klúbb á Akranesi og kennir þar auk þess að kenna í Mjölni. Hann er meðal þeirra bestu í BJJ hér á landi og er vel að beltinu kominn.

Með gráðuninni í vikunni hafa 22 Íslendingar fengið svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru: Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak, Halldór Logi Valsson, Birkir Freyr Helgason, Jósep Valur Guðlaugsson, Aron Daði Bjarnason, Halldór Sveinsson, Kristján Helgi Hafliðason, Bjarki Þór Pálsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Magnús Ingi Ingvarsson og Atli Örn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular