spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTvö ólögleg efni fundust í lyfjaprófi Jones

Tvö ólögleg efni fundust í lyfjaprófi Jones

Jon JonesEins og við greindum frá í morgun er Jon Jones sagður hafa fallið á lyfjaprófi og mun ekki berjast gegn Daniel Cormier á laugardaginn. Nýjustu fregnir herma að í lyfjaprófi Jones hafi fundist tvö ólögleg efni.

Jones gekkst undir lyfjapróf þann 16. júní. Nú þremur vikum síðar greindi USADA, sem sér um öll lyfjamál UFC, frá lyfjamisferli Jones. Þar sem prófið var tekið utan keppni koma eingöngu frammistöðubætandi efni til greina en ekki kókaín eins og Jones hefur áður verið gripinn á.

Jones hefur óskað eftir að B-sýnið verði rannsakað og gætu niðurstöður þess prófs komið í kvöld á bandarískum tíma.

Dana White, forseti UFC, sagði í þætti Colin Cowherd í dag að tvö ólögleg efni hafi fundist í lyfjaprófi Jones. „Þegar um tvö efni er að ræða eru líkurnar litlar á að B-sýnið verði neikvætt. Það væri eins og að vinna í lottóinu,“ sagði White.

Jones mun fá bann frá UFC/USADA ef B-sýnið verði einnig jákvætt en hann mun að auki fá bann frá íþróttasambandi Nevada fylkis (NAC). USADA mun þó ekki greina frá hvaða efni fannst fyrr en Jones greinir sjálfur frá því. NAC mun þó greina frá efninu í ákæru sinni.

Jon Jones var í miklu uppnámi á blaðamannafundinum í Las Vegas í morgun. Hann grét og sagðist aldrei hafa vísvitandi svindlað og tekið frammistöðubætandi lyf á ferli sínum. Umboðsmaður hans, Malki Kawa, telur að efnin hafi mögulega komið frá fæðubótarefnum eða öðru sem Jones á að hafa innbyrt. Jones kveðst ekki hafa vísvitandi tekið inn frammistöðubætandi efni.

Prófið þann 16. júní var það áttunda á árinu hjá Jon Jones og það eina sem reyndist vera gruggugt.

Heimild: MMA Fighting

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular