spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 231: Stóra stundin er í kvöld

UFC 231: Stóra stundin er í kvöld

Gunnar NelsonUFC 231 fer fram í kvöld þar sem Gunnar Nelson stígur loksins aftur í búrið eftir langa fjarveru. Gunnar mætir Alex Oliveira og hreinlega verður að vinna.

Gunnar Nelson hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio þann 16. júlí 2017. Ömurlega leiðinlegt tap og allt sem því fylgdi en þar má segja að enginn hafi lært neitt af því tapi. Við vissum ekkert meira um hans getu, hvað hann mætti bæta og hversu mikið hann hafði bætt sig frá fyrri bardaga.

Núna, rúmum 16 mánuðum síðar, fær hann að sýna hvað í honum býr. Andstæðingurinn er hátt skrifaður og hættulegur – akkúrat það sem Gunnar vildi fá.

Gunnar er orðinn þrítugur og ef það á að gera atlögu að toppnum þarf það að gerast núna. Þessi atlaga að toppnum byrjar á sigri gegn Alex Oliveira í kvöld ef atlagan á að eiga sér stað. Oliveira getur meitt úr ólíkustu áttum og þarf Gunnar að vera upp á sitt allra besta til að sigra í kvöld. Við vitum hvað í honum býr og vonandi nær hann að sýna það í kvöld.

Gunnar hefur aldrei verið betri og gekk undirbúningurinn afar vel fyrir sig. Það sama er eflaust hægt að segja um Alex Oliveira og mun hann gera hvað sem hann getur til að klára Gunnar til að halda áfram að klífa upp listann í veltivigtinni. Þetta er því gríðarlega mikilvægur bardagi fyrir báða.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular