spot_img
Wednesday, November 13, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC herðir lyfjaeftirlit

UFC herðir lyfjaeftirlit

Lorenzo Fertitta, framkvæmdastjóri UFC.
Lorenzo Fertitta, framkvæmdastjóri UFC.

UFC hélt sérstakan blaðamannafund í gær þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu breytta stefnu í lyfjaeftirliti sínu. Frá 1. júlí mun UFC geta prófað alla 585 bardagamenn sína hvenær sem er.

Árið 2015 átti að byrja með glæsibrag með frábærum bardögum en þrátt fyrir góða skemmtun hafa bardagarnir fallið í skuggann á lyfjaprófshneykslum. Jon Jones, Anderson Silva, Nick Diaz og Hector Lombard hafa allir fallið á lyfjaprófi á þessu ári og hefur UFC gripið til aðgerða.

Allir 585 bardagamenn UFC gætu átt von á handhófskenndu lyfjaprófi hvenær sem er allt árið. Falli menn á lyfjaprófi gætu þeir átt von á tveggja til fjögurra ára refsingu (tvö ár ef þetta er fyrsta brot) í stað 9-12 mánaða bannsins sem er nú í gildi. Nýja stefnan tekur gildi 1. júlí.

Hingað til hafa flestir bardagamenn einungis þurft að gangast undir lyfjapróf (þvagprufa) vikuna fyrir bardagann eða sama kvöld og bardaginn fer fram. Nú mun þriðji aðili sjá um að lyfjaprófa allt árið – bæði með blóðprufu og þvagprufu. UFC hefur verið að prófa sig áfram með handhófskennd lyfjapróf utan keppni (líkt og Anderson Silva, Jon Jones og fleiri gengust undir) þar sem fimm bardagamenn af 19 hafa fallið.

Þetta er frábært framtak hjá UFC og gæti breytt landslaginu í MMA til frambúðar. Eins og Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í gær: „Þetta mun versna áður en ástandið verður betra.“ UFC mun sjálft sjá um að borga fyrir lyfjaprófin og hleypur kostnaðurinn á tæpum tveimur milljónum dollara.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir Gunnars Nelson, er ánægður með breytinguna.

„Ég er gríðarlega ánægður með þessa ákvörðun UFC um aukin lyfjapróf og hef alltaf verið þeirra skoðunar að sambandið ætti hvenær sem er að geta kallað þá sem keppa innan þeirra raða í lyfjapróf, burtséð frá því hvort bardagi sé framundan eður ei. Ég er líka mjög fylgjandi hertum viðurlögum við falli á lyfjaprófi á PED (Performance Enhancing Drugs) og vil sjá 3-4 ára bann við fyrsta brot og ævilangt bann við annað brot. Við eigum að hreinsa sportið af þessum svindlurum. Ég hefði þó viljað sjá UFC taka einnig föstum tökum á vandamálinu með weight cuttið. Þ.e. hversu mikið margir cutta og bæta svo á sig milli vigtunar og bardaga. Ég myndi vilja sjá reglur um það sem settu mönnum takmörk hversu miklu þeir megi bæta á sig frá vigtun til bardaga,“ segir Haraldur.

Gunnar Nelson tók í sama streng á Twitter í gær.

Hér að neðan má sjá myndbrot frá blaðamannafundinum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular