Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 187 tekur á sig mynd

UFC 187 tekur á sig mynd

ufc 187Þann 23. maí fer UFC 187 fram og er óhætt að segja að bardagakvöldið lítur ansi vel út. Tveir titilbardagar verða á dagskrá auk þess sem þeir Donald Cerrone og Khabib Nurmagomedov eigast við.

Bardagakvöldin í kringum Memorial Day í Bandaríkjunum í maí eru ævinlega stórir viðburðir. Í aðalbardaga kvöldsins mun Jon Jones verja beltið sitt gegn Anthony Johnson og Chris Weidman og Vitor Belfort berjast um millivigtartitilinn. Þeir Belfort og Weidman áttu upphaflega að mætast á UFC 173 (í kringum Memorial Day í fyrra) áður en Belfort var fjarlægður af bardagakvöldinu vegna TRT vandamála. Þeir áttu svo að mætast í desember áður en Weidman meiddist og var bardaganum frestað til 28. febrúar en aftur meiddist Weidman. Vonandi ná báðir bardagamenn að haldast heilir í þetta skiptið.

Bardagi Donald Cerrone og Khabib Nurmagomedov mun væntanlega úrskurða um hver fái næsta titilbardaga í léttvigtinni. Cerrone hefur sigrað sjö bardaga í röð í léttvigtinni og Nurmagomedov sigrað alla sex UFC bardaga sína. Núverandi léttvigtarmeistari Anthony Pettis ver beltið sitt gegn Rafael dos Anjos þann 14. mars á UFC 185.

Travis Browne og Andrei Arlovski munu einnig eigast við í skemmtilegum þungavigtarslag á bardagakvöldinu.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular