0

UFC London: Darren Till steinrotaður á heimavelli

UFC bardagakvöldinu í London lauk ekki vel fyrir heimamenn. Darren Till var steinrotaður í 2. lotu í aðalbardaga kvöldsins.

Þeir Darren Till og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins en Englendingurinn Till fékk mikinn stuðning í London.

Bardaginn byrjaði undarlega en um leið og bardaginn byrjaði mættust þeir í miðjunni þar sem Masvidal sparkaði í pung Till. Till tók sér smástund að jafna sig en hélt auðvitað áfram. Skömmu eftir það sló Till Masvidal niður og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu en Masvidal virtist jafna sig fljótt.

Till var með yfirhöndina í 1. lotu en í 2. lotu steinrotaði Masvidal heimamanninn með yfirhandar vinstri krók. Masvidal fylgdi því eftir með nokkrum höggum en Till var rotaður.

Áhorfendur voru nánast í áfalli enda hafði þetta verið að ganga vel fyrir Till. Masvidal komst því aftur á sigurbraut en Till hefur nú tapað tveimur bardögum í röð.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.