spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC New York slúðrið

UFC New York slúðrið

chris weidman
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC 205 fer fram þann 12. nóvember í New York. UFC er búið að lofa risabardagakvöldi þar sem þetta verður fyrsta MMA bardagakvöldið í New York eftir að MMA var aftur lögleitt í ríkinu. En hvað gætum við séð á kvöldinu?

Þegar þetta er skrifað er aðeins búið að staðfesta einn bardaga á kvöldinu. Al Iaquinta (sem kemur frá New York) mætir Thiago Alves. Bardaginn fer fram í léttvigt en þetta verður frumraun Alves í léttvigtinni eftir að hafa barist lengst af í veltivigt.

Búast má við að UFC fari að tilkynna fleiri bardaga á næstu dögum. Eins og við greindum frá á föstudaginn er orðrómurinn sá að Donald Cerrone og Robbie Lawler mætist í New York. Það yrði gríðarlega spennandi og stór bardagi. Nú hermir nýjasti orðrómurinn að Chris Weidman og Yoel Romero muni mætast í New York.

Chris Weidman er New York maður í húð og hár og átti sinn þátt í því að fá MMA lögleitt í heimaríkinu sínu. Weidman er auðvitað fyrrum millivigtarmeistarinn en hann hefur ekkert barist síðan hann tapaði beltinu til Luke Rockhold í desember.

Annar bardagi sem sagður er vera á dagskrá í New York er titilbardagi Joanna Jedrzejczyk og Karolinu Kowalkiewicz í strávigt kvenna. Sagan segir að UFC hafi reynt að setja saman bardagann á UFC 204 í Manchester en meistarinn Jedrzejczyk hafi óskað eftir að bardaginn færi frekar fram í New York. Bardaginn verður að minnsta kosti ekki á UFC 204 og gæti meistarinn fengið ósk sína uppfyllta.

Vonir standa til að Conor McGregor verði í aðalbardaganum í New York. Ljóst er að öllu verður til tjaldað í New York og ætlar UFC eflaust að setja saman stóran aðalbardaga. Útilokað er að Ronda Rousey berjist á þessu ári og er ólíklegt að Jon Jones snúi aftur miðað við öll hans vandamál. Þá er Conor eina ofurstjarnan sem er eftir og klárlega besti kosturinn fyrir UFC á þessari stundu.

Conor gæti þó viljað lengri pásu eftir erfiðan bardaga í ágúst gegn Nate Diaz. UFC þarf að fara að finna aðalbardagann fljótlega og munum við sennilega fá staðfestan aðalbardaga á næstu dögum – hvort sem Conor berjist í New York eða ekki.

Eins og áður segir er aðeins búið að staðfesta einn bardaga og erum við einungis með slúður og orðróma eins og er. Bardagaðadáendur ættu þó ekki að þurfa að bíða mikið lengur eftir fréttum af staðfestum bardögum á þessu risa bardagakvöldi.

conor mcgregor
Verður Conor í New York? Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular