spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC staðfestir loksins bardaga Gunnars og Dong Hyun Kim

UFC staðfestir loksins bardaga Gunnars og Dong Hyun Kim

ufc belfast gunni dong hyun kimUFC hefur nú staðfest bardaga Gunnars Nelson og Dong Hyun Kim. Bardaginn verður aðalbardaginn á bardagakvöldinu í Belfast þann 19. nóvember.

Ariel Helwani greindi frá því í síðustu viku að Gunnar Nelson og Dong Hyun Kim myndu mætast þann 19. nóvember. Okkar heimildir staðfestu frétt Helwani en þó átti UFC alltaf eftir að staðfesta bardagann. Nú hafa bardagasamtökin loksins gert það og verður Gunnar aðalnúmerið í Belfast, Norður-Írlandi.

Sjá einnig: Hver er þessi Dong Hyun Kim?

Þetta verður í annað sinn sem Gunnar berst í aðalbardaga í UFC. Síðast var það í Stokkhólmi í október 2014. Þá tapaði Gunnar fyrir Rick Story eftir dómaraákvörðun en það var fyrsta tap Gunnars.

Bardaginn fer fram í SSE Arena í Belfast. Gunnar verður því eiginlega á heimavelli enda á hann stóran aðdáendahóp á þessum slóðum. Almenn miðasala hefst þann 23. september en meðlimir í Fight Club aðdáendaklúbbnum geta keypt miða tveimur dögum fyrr eða þann 21. september. Búast má við um 8.000-10.000 miðum í boði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular