Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUmræðan: Hvað er næst fyrir Gunnar?

Umræðan: Hvað er næst fyrir Gunnar?

Eftir glæsilegan sigur Gunnars gegn Alan Jouban um síðustu helgi er stóra spurningin; hvað er næst fyrir Gunnar? Hér fara pennar MMA Frétta aðeins yfir hvað þeir vilja sjá.

Pétur Marinó Jónsson: Margir eru að tala um mögulegan bardaga við Stephen ‘Wonderboy’ Thompson og veit ég ekki alveg með það. Ég er reyndar svo mikið svona play it safe týpan en mér finnst Wonderboy vera aðeins of stórt stökk upp á við frá Alan Jouban. Að fara frá gæja sem er ekki á styrkleikalistanum í þann næstbesta í heiminum er stórt stökk.

Það gæti orðið mjög stór bardagi og hrikalega stórt tækifæri fyrir Gunnar en ég myndi frekar vilja sjá hann taka aðeins minni andstæðing. Dong Hyun Kim og Neil Magny eru þarna rétt fyrir ofan Gunnar og mér finnst það rökrétt næsta skref. Megum ekki gleyma því að Gunnar á ennþá eftir að vinna topp 10 andstæðing þannig að mér finnst það dálítið stórt skref að fara strax í topp 3 andstæðing.

Maður hefur alltaf trú á Gunna, það vantar ekki, en ég myndi frekar vilja sjá hann festa sig í sessi sem topp 10 maður með sigri á topp 10 andstæðingi.

Brynjar Hafsteins: Hreinskilið svar. Mér er drullu sama svo lengi sem andstæðingurinn er hærra rankaður en Gunni. Wonderboy væri skemmtilegur bardagi, Magny og Dong líka. Væri kannski spenntastur fyrir Wonderboy enda mun hættulegri bardagi en Magny t.d finnst mér. Persónulega langar mig að sjá hann fara gegn wrestler eins og Khabib eða Askren en það er ekki í boði. Þannig að ég vil eiginlega að hann fái hátt rankaðan, auðveldan bardaga með þægilegum stíl og fá ógeðslega vel borgað.

Arnþór Daði Guðmundsson: Eins leiðinlegt og það er að vera gaurinn sem hefur ekki trú á Gunna þá fæ ég það á tilfinninguna að Wonderboy gæti verið of stórt stökk fyrir hann. Jújú, Gunni myndi pakka honum saman á gólfinu, en standandi sé ég Gunna fyrir mér eiga í erfiðleikum með hann. Kannski ekki beint erfiðleikum en meira svona að ég er skíthræddur við Wonderboy. Báðir eru counter-strikerar og gæti orðið tíðindalítill bardagi standandi, báðir að bíða eftir opnun.

Ekki það að Wonderboy bardagi gæti opnað á þvílíkar dyr fyrir Gunna að við gerum okkur ekki grein fyrir því. Kenny Florian var einmitt að tala um að það væri bardagi sem gæti hæglega haldið uppi FOX bardagakvöldi sem er þvílík kynning, þannig að það eru kostir og gallar.

Ég myndi vilja sjá Gunna á móti Magny, Dong eða jafnvel Masvidal ef hann tapar gegn Maia. Klára þann bardaga í sumar eða snemma í haust og taka svo topp 5 andstæðing í lok árs.

Enn og aftur, ógeðslega leiðinlegt að vera þessi gaur, en ég held að við ættum að hafa hype-ið í lágmarki fyrst um sinn. Ef Gunni sigrar svo næsta bardaga gegn einhverjum af þessum þremur sem ég nefndi þá skal ég leyfa mér að hafa háfleyga drauma. Það væri svo leiðinlegt að setja Gunna aftur saman við geggjaðan fighter eins og Wonderboy og tapa en það er miklu að tapa, eins og það er til mikils að vinna. Sáum Gunna t.d fara úr Maia bardaga í Albert Tumenov, stórt skref aftur.

Þvílíka draumahandritið ef Gunni myndi vinna Wonderboy ef sá bardagi yrði settur saman, Maia sigrar Masvidal og fær titilbardaga og sigrar Woodley og þá erum við með geggjaðan rematch fyrir Gunna um beltið gegn Maia (smá draumórar)!

Óskar Örn Árnason: Mér finnst ekkert liggja á að stökkva upp í topp 5. Það vantar ennþá sigur á 10 andstæðingi og ég held að Neil Magny væri tilvalinn í það hlutverk. Kim væri erfiðari og Wonderboy sömuleiðis á allt annan hátt. Það liggur ekkert á, hann er 28 ára og ennþá að verða betri. Ég held samt að Gunnar eigi góðan séns í Wonderboy og það væri klikkaður bardagi og algjört ævintýri ef hann vinnur. Það er meira sexy bardagi en bara spurning hversu hægt á að byggja Gunna upp. Núna eru mikil tækifæri í veltivigt með fjarveru Condit og Lawler. Cerrone og Wonderboy eru búnir að tapa og Masvidal að fara að berjast við Maia. Það er í raun enginn slæmur kostur en svona sé ég þetta.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Wonderboy sé of stórt stökk. Ég fæ pínu deja-vu í það þegar John Kavanagh vildi fá Rory MacDonald sem andstæðing. Ég vona að við sjáum Gunna fljótlega aftur og væri til í að sjá hann headline-a Skotland í sumar. Ég hef meiri trú á sigri gegn Magny en bardagi gegn Kim væri mjög flottur, þó ég haldi að hann sé erfiðari andstæðingur fyrir Gunna.

Ef næsti bardagi Gunna verður á PPV þá væri ég til í að sjá hann gegn Cerrone þar sem hann er stórt nafn. Ég held að Condit sé að hætta og ég tel að Lawler eigi stutt eftir. Aðal atriðið er auðvitað að hann snúi aftur sem allra fyrst!

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular