spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUpphitun fyrir UFC Fight Night 33: Hunt vs. Bigfoot (fyrsti hluti)

Upphitun fyrir UFC Fight Night 33: Hunt vs. Bigfoot (fyrsti hluti)

Næsta föstudagskvöld fer fram UFC  kvöld í Ástralíu, nánara tiltekið í Brisbane, Queensland, þar sem búa um 2,2 milljónir manna. Aðal bardaginn er á milli tveggja trölla, Mark Hunt og Antonio “Bigfoot” Silva. Fyrr um kvöldið eru hins vegar nokkrir áhugaverðir bardagar sem er vel þess virði að kíkja á. Við förum yfir þá fyrstu hér.

pat-barry

Pat Barry vs. Soa Palelei – þungavigt

Síðustu tveir bardagar Pat Barry voru samanlagt 1 mínúta og 25 sekúndur. Hann rotaði Shane del Rosario en var rotaður af Shawn Jordan þar á undan. Þannig hefur ferill Barry verið. Hann virðist alltaf vera hársbreidd frá því að vinna en getur svo tapað jafn auðveldlega. Hann hefur sigrað aðeins fimm af ellefu bardögum hans í UFC en þeir eru alltaf skemmtilegir og aðeins einn þeirra hefur farið allar þrjár loturnar.

Palelei er risastór, með svart belti í jiu jitsu en hans helsti veikleiki hefur verið úthaldið. Hann hefur sigrað níu bardaga í röð en náði bara rétt svo að lifa af í hans fyrsta bardaga í UFC á móti Nikita Krylov.

Spá MMA frétta: Barry er í uppáhaldi hjá mörgum og ekki af ástæðulausu. Hann getur rotað hvern sem er með réttu höggi og hann sparkar eins og að hann sé með hófa. Palelei er hins vegar með fullkominn stíl til að sigra Barry. Eftir nokkur högg í upphafi bardagans mun Palelei taka Barry í gólfið og klára hann í fyrstu lotu með uppgjafarbragði eða höggum í gólfinu.

Dylan-Andrews

Dylan Andrews vs. Clint Hester – millivigt           

Andrews og Hester tóku báðir þátt í 17. seríu af The Ultimate Fighter. Hester var valinn fyrstur í lið Jon Jones, Andrews var valinn síðastur í sama lið. Það var samt Andrews sem kom á óvart og komst miklu lengra í keppninni en tapaði að lokum fyrir Urijah Hall. Báðir þessir kappar eru alhliða góðir og báðir eru á talsverðri siglingu. Sé litið fram hjá þáttunum hefur Hester sigrað fjóra bardaga í röð á meðan Andrews hefur sigrað sex í röð.

Spá MMA frétta: Þetta ætti að verða líflegur bardagi og sennilega verður hann meira og minna standandi. Báðir geta rotað en Hester er hraðari og betri íþróttamaður. Það er ekki ólíklegt að Hester roti Andrews en tilfinningin er sú að Andrews muni fyllast eldmóði í heimalandi sínu og koma á óvart enn einu sinni með sigri á stigum.

kedzie

Julie Kedzie vs. Bethe Correia – bantamvigt                   

Julie Kedzie er ein reyndasta bardagakona í UFC. Ferill hennar er sextán sigrar á móti tólf töpum. Það eru talsvert mörg töp en hún hefur verið að berjast við bestu konur í heimi síðan árið 2004. Hún hefur núna tapað þremur bardögum í röð en á móti mjög erfiðum andstæðingum . Einn af þeim var algjört stríð á móti Miesha Tate þar sem Kedzie gekk vel þar til Tate náði henni í ”armbar”. Síðasti bardagi hennar á móti Germaine de Randamie var mjög jafn en Kedzie tapaði eftir klofinn dómaraúrskurð. Kedzie er alhliða góð og æfir undir handleiðslu eins besta þjálfara í heims, Greg Jackson. Hún er ennþá bara 32 ára gömul svo hún á nóg eftir.

Bethe Correira frá Brasilíu er ósigruð í sex bardögum. Af þessum sex sigraði hún fimm eftir dómaraákvörðun.  Hún hefur verið að berjast sem atvinnumaður síðan í maí 2012. Af youtube myndböndum að dæma virðist hennar helsti styrkur vera glíma en þó hefur hún ekki náð að klára bardaga með uppgjafarbragði.

Spá MMA frétta: Bethe er nýliði og óskrifað blað í UFC. Hún gæti komið á óvart en sigur hinnar reynslumiklu Kedzie er mun líklegri. Kedzie tekur Correira í kennslustund og klárar bardagann með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Bardagar fyrr um kvöldið (prelims)

Takeya Mizugaki vs. Nam Phan – bantamvigt

Nick Ring vs. Caio Magalhaes – millivigt

Richie Vaculik vs. Justin Scoggins – fluguvigt

Bruno Santos vs. Krzysztof Jotko – millivigt

Frítt á Facebook

Ben Wall vs. Alex Garcia – veltivigt

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular