Í kvöld er bardagainn sem allir hafa beðið eftir, Gunnar Nelson gegn Rick Story! Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á bardagakvöldi hér í Svíþjóð. Það eru einnig nokkrir aðrir spennandi bardagar á þessu kvöldi, sem farið verður yfir hér að neðan.
Niklas Backström (8-0-0) gegn Mike Wilkinson (8-1-0)
Í fjaðurvigtinni mætast tveir efnilegir kappar, annar frá Svíþjóð og hinn frá Englandi.
Hinn 25 ára Niklas Backström er ungur og efnilegur Svíi sem æfir m.a. með Ilir Latifi og Alexander Gustafsson í AllStars Training Center. Hann er ósigraður og verður þetta annar bardagi hans í UFC, en hann sigraði hinn finnska Tom Niinimaki með “rear-naked-choke” hengingu í maí. Backström er fjölhæfur og býr yfir nokkuð góðum spörkum. Í síðasta bardaga sínum áður en hann færði sig yfir í UFC sigraði hann andstæðinginn með framsparki sem minnti mann helst á Anderson Silva gegn Vitor Belfort.
http://i248.photobucket.com/albums/gg176/daveshaps/daveshaps002/1nicholas_zps16fc802b.gif
Mike Wilkinson hefur tvo UFC bardaga á bakinu, en hlaut sitt fyrsta tap gegn TUF Brazil sigurvegaranum Rony Mariano Bezerra í fyrra. Wilkinson sigraði fyrstu fjóra bardaga sína með uppgjafartaki og hefur aðeins tvisvar farið í dómaraúrskurð í níu bardögum. Þetta ætti því að verða hörku bardagi á milli tveggja efnilegra Evrópubúa.
Ilir Latifi (10-3-0) gegn Jan Blachowicz (17-3-0)
Hinn sænski Ilir Latifi þreytti frumraun sína í UFC þegar hann var kallaður inn á síðustu stundu til að mæta engum öðrum en Gegard Mousasi eftir að Alexander Gustafsson meiddist. Latifi tapaði þeim bardaga en fékk þó annað tækifæri gegn Cyrille Diabate í mars á þessu ári og sigraði örugglega með “guillotine” hengingu. Í síðasta bardaga sínum, gegn Chris Dempsey, sýndi Latifi hve mikið hann hefur bætt sig og valtaði gjörsamlega yfir Dempsey. Sjá hreyfimynd hér fyrir neðan:
Akira Corassani (14-5-1) gegn Max Holloway (10-3-0)
Annar fjaðurvigtarbardaginn á aðalkortinu stendur á milli hins sænska Akira Corassani og Bandaríkjamannsins Max Holloway.
Corassani komst í undanúrslit TUF þáttaráðarinnar en leit þó aldrei sérstaklega sannfærandi út í bardögum sínum. Þrátt fyrir það fékk hann UFC samning og sigraði þrjá bardaga í röð. Í apríl á þessu ári tapaði hann síðan fyrir Dustin Poirier í spennandi bardaga. Corassani getur átt það til að vera nokkuð villtur og leitast eftir því að rota andstæðinga sína. Í bardaganum gegn Poirier sýndi hann þó ágætis tækni á köflum og náði inn góðum gagnhöggum á Poirier.
Max Holloway er aðeins 22 ára en er þrátt fyrir það með 13 atvinnumannabardaga á bakinu. Hann er mjög teknískur standandi en hefur lent í basli á jörðinni, bæði í bardaga sínum gegn Dennis Bermudez sem og gegn Conor McGregor. Corassani er þó ekki líklegur til að ná Holloway í jörðina og því má búast við spennandi bardaga standandi. Þetta gæti hæglega orðið einn af skemmtilegustu bardögum kvöldsins.
Gunnar Nelson (13-0-1) gegn Rick Story (17-8-0)