spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUpphitun fyrir UFC on FOX 9 (fyrri hluti)

Upphitun fyrir UFC on FOX 9 (fyrri hluti)

Updated_UFC_on_FOX_9

Á laugardagskvöldið fer fram enn eitt frábæra UFC kvöldið. Að þessu sinni eru fjórir aðalbardaganir sýndir á Fox sjónvarpsstöðinni. Upphaflega átti Anthony Pettis að verja titilinn sinn gegn Josh Thomson en Pettist meiddist. Því miður þá meiddist Matt Brown einnig í síðustu viku og getur ekki barist við Carlos Condit en sá bardagi hefði geta orðið algjör veisla! Þrátt fyrir það eru þarna þessi skakkaföll eru þarna mjög flottir bardagar.

Joe Lauzon (22-9) vs. Mac Danzig (21-11-1) – léttvigt

Fyrsti bardaginn á sjónvarpsútsenda hluta kvöldsins er í léttvigtinni milli Joe Lauson og Mac Danzig.

Joe Lauzon er alltaf í frábærum bardögum. Hann hefur fengið sex bónusa fyrir uppgjafartak kvöldsins, fimm fyrir bardaga kvöldsins og einu sinni fyrir rothögg kvöldsins en samanlagt hefur hann fengið 12 bónusa fyrir frammistöður sínar í UFC en hann og Anderson Silva eru jafnir yfir flesta bónusa í UFC. Lauzon olli nokkrum vonbrigðum í síðasta bardaga þar sem hann tapaði gegn Michael Johnson og virtist hreinlega ekki eiga séns í hann. Það tekur sinn toll á líkamann að vera í öllum þessum stríðum sem hann hefur verið í gæti þetta verið merki um hnignun hjá Lauzon. Hann hefur þó allt til brunns að bera til að skemmta áhorfendum ennþá. Hann er með gott „striking“ og er óhræddur við að fá eitt högg í sig til að láta af hendi tvö högg í staðinn. Það sem gerir hann hvað skemmtilegastan er að hann er ótrúlega lunkinn við að fara í hengingar og lása enda hefur hann fengið sex bónusa fyrir uppgjafartak kvöldsins. Vonandi verður Lauzon upp á sitt besta þetta kvöld og verður í frábærum bardaga. Lauzon hefur tapað tveimur í röð en mun sennilega ekki vera rekinn þrátt fyrir tap enda maðurinn sífellt í skemmtilegum bardögum.

Lauzon hengir Jamie Varner glæsilega.

Mac Danzig kom inn í UFC eftir að hafa sigrað sjöttu seríu af TUF. Honum hefur gengið misjafnlega síðan þá og er með bardagaskorið 5-7 í UFC. Hann hefur þó þrisvar fengið bónus fyrir bardaga kvöldsins og einu sinni fyrir rothögg kvöldsins. Hann er svo sannarlega með bakið upp við vegg í dag þar sem hann hefur tapað tveimur í röð og fær sennilega sparkið tapi hann þessum bardaga. Í síðasta bardaga var hann rotaður illa af Melvin Guillard. Danzig þarf nauðsynlega á sigri að halda í þessum bardaga og það sama má segja um Joe Lauzon. Þannig gæti þessi bardagi boðið upp á flugelda og orðið frábær skemmtun.

Spá MMA frétta: Lauzon nær uppgjafartaki á Danzig í 2. lotu.

Chad Mendes (15-1) vs. Nik Lentz (24-5-2 (1)) – fjaðurvigt

Í þessum bardaga mætast þeir Chad Mendes og Nik Lentz en flestir eru á því máli að Mendes sé næst besti fjaðurvigtarmaður heims á eftir Jose Aldo.

Chad Mendes hefur verið á þvílíku skriði síðan hann tapaði gegn Jose Aldo. Hann hefur sigrað síðustu fjóra bardaga, alla með rothöggi, og fær sennilega titilbardaga sigri hann fimmta bardaga sinn í röð. Ef Chad Mendes rotar Lentz verður hann fyrsti bardagamaðurinn í sögu UFC sem vinnur fimm bardaga í röð á rothöggi. Eftir að hafa sigrað fyrstu 11 bardaga sína á ferlinum (2 í UFC) fékk hann titilbardaga gegn Jose Aldo. Aldo rotaði hann með vel tímasettu hnésparki í blálokin á fyrstu lotu. Fram að Aldo bardaganum hafði Mendes sigrað fjóra bardaga í röð eftir dómaraákvörðun en eftir tapið hefur hann sigrað fjóra í röð með rothöggi. Duane Ludwig, nýr yfirþjálfar Team Alpha Male, á þessum viðsnúningi hjá Mendes. Hann hefur gert Mendes að frábærum „striker“ en fyrir var hann mjög góður glímumaður. Í dag er Mendes virkilega spennandi bardagamaður og eru margir orðnir spenntir að sjá hann fá annað tækifæri gegn meistaranum. En fyrst þarf hann að sigra Nik Lentz.

Þetta verður 13. bardagi Lentz í UFC en í fyrsta sinn sem hann fær að prýða aðal kortið. Hann hefur löngum verið gagnrýndur fyrir leiðinlegan stíl og þá sérstaklega í bardögunum gegn Andre Winner og Tyson Griffin. Eftir að hann kom úr léttvigtina í fjaðurvigtina hefur hann sigrað alla þrjá bardaga sína. Afskaplega fáir búast við sigri Lentz og er stuðullinn á sigri hans mjög hár hjá veðbönkunum.

 Spá MMA frétta: Chad Mendes rotar Nik Lentz í 2. lotu.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular