Grettismót Mjölnis fór fram í dag. Þau Daði Steinn Brynjarsson og Guðrún Björk Jónsdóttir, bæði úr VBC, sigruðu opnu flokkana en margar frábærar glímur mátti sjá í dag.
Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en hátt í 60 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum.
Daði Steinn kláraði þrjár af fjórum glímum sínum í opnum flokki með uppgjafartaki og átti frábæra frammistöðu. Guðrún Björk tók báðar sínar glímur á „armbar“ og vann því opinn flokk kvenna.
Kristján Helgi Hafliðason vann -90 kg flokk karla en í undanúrslitum náði hann frábærri „baseball“ hengingu og fékk fyrir vikið verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins.
Úrslitin úr flokkum dagsins má sjá hér að neðan.
-68 kg flokkur karla
1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
3. sæti: Ásgeir Marteinsson (Mjölnir)
-79 kg flokkur karla
1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)
3. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)
-90 kg flokkur karla
1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
2. sæti: Helgi Rafn Guðmundsson (Sleipnir)
3. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
-101 kg flokkur karla
1. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Pétursson (Mjölnir)
3. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)
+101 kg flokkur karla
1. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
-64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Helga Þóra Kristinsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)
-74 kg flokkur kvenna
1. sæti: Áslaug María Þórsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Hugrún Birta Egilsdóttir (Mjölnir)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
2. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Guðrún Björk Jónsdóttir (VBC)
2. sæti: Hugrún Birta Egilsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)