spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVBC kom sá og sigraði í Svíþjóð

VBC kom sá og sigraði í Svíþjóð

 

vbc muay thai

Síðastliðinn laugardag kepptu þrír keppendur frá VBC á Muay Thai móti í Svíðþjóð. Árangurinn lét ekki á sér standa og sigruðu allir Íslendingarnir sinn bardaga.

VBC keppendurnir þrír kepptu í Supremacy Amatuer League keppninni í Muay Thai. Svíar eru með mjög sterka Muay Thai senu og er eitt af betri löndum í Evrópu í þeirri grein. Supremacy í Svíðþjóð er bæði með áhugamanna- og atvinnumannabardaga í Muay Thai. Áhugamannabardagarnir fara fram í nærliggjandi æfingarfélögum á meðan atvinnumannabardagarnir fara fram á stærri leikvangum.

Birgir Þór Stefánsson hefur verið iðinn við kolann seinustu fjórtán mánuði og barðist hann í sjötta sinn á þeim tíma nú á laugardaginn. Bardaginn var gegn Bastri Vaseli frá VBC Svíþjóð í -75 kg flokki. Birgir sigraði bardagann eftir þrjár fimm mínútna lotur eftir dómaraúrskurð. Bardaginn hans Birgis er hér að neðan.

Frumraun Sæmunds Inga Margeirssonar í Muay Thai var gegn Jonny Karlsson frá Primate Lounge. Bardaginn var í -71 kg flokki. Sæmundur endaði bardagann í annarri lotu með rothöggi. Það verður að segjast að framtíð hins unga Keflvíkings sé björt.

Þórður Bjarkar Árelíusson sigraði Mathias Hofvander frá Mora Muay Thai í -63,5 kílóa flokki. Þórður sigraði allar loturnar og dómarar dæmdu honum sigur í vil.

Við hjá MMA fréttum óskum VBC og keppendum innilega til hamingju.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular