Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 174

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 174

Annað kvöld fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Hæst ber að nefna að Demetrious Johnson ver titil sinn í fluguvigt gegn hinum rússneska Ali Bagautinov og Rory MacDonald og Tyron Woodley eigast við í mikilvægum bardaga í veltivigtinni. Ef þetta eru ekki nægar ástæður til að horfa á UFC 174 annað kvöld þá ættiru að lesa þetta!

johnson bagautinov

  • Demetrious Johnson er einn sá besti: Ef skoðaðir eru bestu bardagamenn heims pund fyrir pund er Johnson yfirleitt í 3. til 4. sæti. Aðeins Jon Jones og Jose Aldo eru fyrir ofan hann á listum margra og Cain Velasquez er í 3. sæti á lista UFC. Johnson er frábær á öllum vígstöðum bardagans og virðist ekki hafa neinn veikleika. Það er hrein unun að sjá hann berjast og er einn af fáum meisturum sem virðist einfaldlega verða betri og betri með hverri titilvörninni. Hann er nú búinn að klára síðastu tvo bardaga, sigraði Moraga eftir uppgjafartak og rotaði svo Benavidez í fyrra.
  • Gríðarlega mikilvægur bardagi í veltivigtinni: Eins og áður hefur komið fram mætast þeir Rory MacDonald og Tyron Woodley í mikilvægum bardaga í veltivigtinni. Sigurvegarinn hér gæti fengið næsta titilbardaga en þó gæti sigurvegarinn í bardaga Matt Brown og Robbie Lawler verið á undan. Þetta verður afar spennandi viðureign og eru þeir hnífjafnir á stuðlum veðbankanna. Þessir keppendur eru númer 2 og 3 á styrkleikalista UFC og ætti að verða frábær viðureign.
  • Fjórir bardagamenn reyna að stimpla sig inn í léttþungavigtina: Ryan Bader og Rafael Cavalcante eru í 9. og 11. sæti á styrkleikalista UFC en vilja báðir komast ofar í svo kallaðan elítuhóp léttþungavigtarinnar. Einnig berjast þeir Ovince St. Preux og Ryan Jimmo en sá fyrrnefndi telur sig eiga heima á topp 10 í léttþungavigtinni á meðan Jimmo ætlar sér að komast á topp 15.
  • Hversu mikið hefur Bader bætt sig? Helsti akkilesarhæll Ryan Bader hefur alltaf verið vörn gegn höggum í standandi viðureign. Vörnin hans er jafn götótt og svissneskur ostur og verður áhugavert að sjá hvort að Rafael Cavalcante, sem er góður sparkboxari, nái að nýta sér það. Aftur móti hefur Bader verið að vinna í þessum galla sínum og ef hann getur lokað fyrir götin í vörninni gæti hann komist hátt í léttþungavigtinni.
  • Það er einhver að fara að rotast: Andrei Arlovski og Brendan Schaub mætast í þungavigtarslag í kvöld. Hvorki Arlovski né glímuundrið Schaub eru þekktir fyrir að vera með harða höku svo það er líklegt að einhver verði rotaður í þessum bardaga. Schaub er sennilega ekki að fara að ná Arlovski niður svo þessi bardagi mun sennilega haldast standandi.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular