spot_img
Wednesday, November 13, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVerslað á daginn - Barist á kvöldin

Verslað á daginn – Barist á kvöldin

bjarki þór pálsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Stemningin er afslöppuð fyrir bardaga þeirra Bjarka Þórs, Bjarka og Egils á morgun. Strákarnir náðu allir vigt og taka því nú rólega fyrir morgundaginn.

Mjölnisstrákarnir berjast á Shinobi War 8 bardagakvöldinu sem fer fram í Liverpool annað kvöld. Niðurskurðurinn fyrir bardagana gekk afar vel en við heyrðum í Jóni Viðari Arnþórssyni, forseta Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðsins, sem er með í för.

„Þetta er örugglega auðveldasta cuttið hingað til. Allir strákarnir fylgdu mjög ströngu mataræði allan tíman og var Bjarki Ómars 400 gr. undir eftir baðið. Þeir eru svo búnir að vera að japla á mat í allan dag en passa sig samt að missa sig ekki í hlaðborðinu svo þeir fái ekki í magann,“ segir Jón Viðar.

Líkt og venjan er verður haldið aftur á Nandos í kvöld þar sem liðið borðar góðan kvöldmat og svo auðvitað í bíó. „Við höldum í hefðina og förum í bíó, ætlum að kíkja á Jason Bourne myndina og peppa okkur upp á henni.“

Sjá einnig: Hvað vitum við um andstæðinga strákanna?

Strákarnir sáu ekki andstæðinga sína í vigtuninni áðan og í raun hafa þeir aldrei séð andstæðing Bjarka, Adam Szczepaniak. „Við höfum aldrei séð andstæðinginn hans Bjarka Þórs. Fundum engin myndbönd af honum, engar myndir og ekki ennþá séð hann hér í Liverpool. Kannski er hann ekki til. Vonum samt að andstæðingur Egils þori að mæta núna.“

Egill átti að berjast í lok apríl en þá mætti andstæðingur hans ekki. Við vonum þó að slíkt verði ekki upp á teningnum í þetta sinn svo Egill fái nú að berjast.

Að lokum sagði Jón Viðar að stemningin væri mjög góð í hópnum. „Það er mjög góð stemning í hópnum, allir að hlæja og hafa gaman. Svo eru líka svakalegar útsölur hérna og margir búnir að versla. Pundið lágt og útsölur að klárast þannig að þetta eru í raun útsölur á útsölum. Menn eru að dressa sig upp, fá sér leðurjakka og svona áður en þeir berjast,“ sagði Jón Viðar að lokum.

Bardagarnir á morgun fara fram í Liverpool og geta bardagaaðdáendur horft á bardagana hér annað kvöld en útsendingin hefst kl 16:30 á íslenskum tíma.

Minnum einnig á að hægt er að fylgjast með strákunum á Snapchat-i Mjölnis, mjolnirmma.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular