Tuesday, April 16, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 201

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 201

UFC Fight Night: Lawler v Brown

Síðasta UFC kvöld júlí mánaðar er á morgun en það fer fram í Atlanta í Bandaríkjunum. Þyngdarflokkur Gunnars Nelson verður í brennideplinum þar sem meistarinn í veltivigt reynir að verja beltið sitt í þriðja sinn.

  • Tækifæri til að sjá Robbie Lawler berjast! Robbie Lawler er skemmtilegasti meistarinn í UFC. Hann stígur varla í búrið án þess að úr verði stríð sem kalla mætti bardaga ársins. Hann er höggþungur og árásargjarn en hefur elst eins og gott vín. Áður óð hann inn eins og vindmylla en í dag er hann með þeim tæknilegri í þyngdarflokknum. Andstæðingur hans, Tyron Woodley, er þó enginn aukvissi og ætti í það minnsta að geta gefið Lawler góða keppni.
Woodley-KO
Tyron Woodley
  • Barist um titilbardaga: Í strávigt kvenna mætast þær Rose Namajunas og hin ósigraða Karolina Kowalkiewicz. Báðar hafa verið á mikilli siglingu svo bardaginn ætti að verða hinn skemmtilegasti. Sú sem sigrar verður svo að teljast mjög líkleg í titilbardaga gegn Joanna Jedrzejczyk í haust.
Rose_Namajunas_vs._Kathina_Catron
Rose Namajunas
  • Allt lagt undir í veltivigt: Hinn ódauðlegi Matt Brown er alltaf skemmtilegur. Fyrir tveimur árum hafði hann unnið sjö bardaga í röð en í dag er staðan allt önnur. Brown hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum bardögum og verður hreinlega að vinna ætli hann að halda sér í topp 10 í þyngdarflokknum. Andstæðingurinn að þessu sinni er Jake Ellenberger sem er í enn verri stöðu eftir fimm töp í hans síðustu sex bardögum. Tapi hann aftur gæti það kostað hann vinnuna.
brown
Matt Brown
  • Ýmsir minni spámenn: Á kvöldinu má sjá nokkra keppendur í léttari þyngdarflokkunum sem taka verður eftir. Ian McCall snýr aftur eftir langa fjarveru. Hann átti að mæta Justin Scoggins en nú er leitað að nýjum andstæðingi fyrir Uncle Creepy. Í bantamvigt berst Francisco Rivera gegn Éric Pérez í bardaga sem ætti að verða mjög skemmtilegur. Wilson Reis berst einnig þetta kvöld en hann átti upphaflega að skora á Demetrious Johnson sem varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Rúsínan í pylsuendanum er svo spennandi viðureign á milli Ross Pearson og Jorge Masvidal.
Masvidal
Jorge Masvidal
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular