spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVigtun lokið - Jojo tveimur pundum yfir

Vigtun lokið – Jojo tveimur pundum yfir

Formlegu vigtuninni fyrir UFC bardagakvöldið í Glasgow er lokið. Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio náðu báðir vigt en Joanne Calderwood náði því miður ekki tilsettri þyngd.

Vigtunin fór fram á hótelinu sem allir bardagamennirnir dvelja á. Vigtunin fór vel af stað og mættu bardagamennirnir hver á eftir öðrum. Gunnar Nelson var 170 pund á meðan Santiago Ponzinibbio var 171 pund. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga er að ræða.

Cynthia Calvillo og Jojo Calderwood voru þær síðustu til að vigta sig inn. Cynthia mætti á undan og þurfti hún handklæði til að hylja sig enda þurfti hún að fara úr öllum fötunum. Cynthia var tæp en hún var 116 pund og hefði það ekki mátt tæpara standa.

Cynthia á vigtinni.

Joanne Calderwood þurfti líka handklæði til að hylja sig en hún náði ekki tilsettri þyngd og var 118 pund. Cynthia fær því 20% af launum Jojo. Bardaginn fer fram í 115 punda strávigt en UFC hefur nú tilkynnt að nýr þyngdarflokkur, 125 punda fluguvigt kvenna, verði settur á laggirnar síðar á árinu. Gera má ráð fyrir að Jojo fari upp í fluguvigtina eftir þetta.

Sjónvarpsvigtunin fer fram kl 16 í dag að íslenskum tíma í SSE Hydro höllinni þar sem bardagarnir fara fram. Aðgangur í vigtunina er ókeypis.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular