Gunnar Nelson sigraði Alan Jouban með hengingu í 2. lotu í London fyrr í kvöld. Gunnar var einn af fjórum sem fékk frammistöðubónus fyrir sigurinn.
Gunnar vankaði Jouban með beinni hægri í 2. lotu og kláraði Jouban svo með „guillotine“ hengingu eftir 34 sekúndur í 2. lotu.
Gunnar, Marc Diakiese, Marlon Vera og Jimi Manuwa fengu allir 50.000 dollara frammistöðubónus eða 5,4 milljónir króna. Marc Diakiese rotaði Teemu Packanen eftir 30 sekúndur í 1. lotu, Marlon Vera rotaði Pickett með hásparki í 3. lotu og Jimi Manuwa rotaði Corey Anderson með vinstri króki í 1. lotu.
Performances of the Night: Marc Diakiese, Marlon Vera, Gunnar Nelson and Jimi Manuwa#UFCLondon
— Damon Martin (@DamonMartin) March 19, 2017