spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson mætir Albert Tumenov í Rotterdam

Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í Rotterdam

Gunnar Nelson Albert TumenovGunnar Nelson mætir Rússanum Albert Tumenov á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam í maí. Þetta kemur fram á Vísi.

Bardaginn fer fram á fyrsta bardagakvöldi UFC í Hollandi. Bardagarnir fara fram í Ahoy höllinni í Rotterdam sunnudaginn 8. maí.

Albert Tumenov (17-2) er stórhættulegur standandi og hefur sigrað fimm bardaga í röð í UFC eftir að hafa tapað í frumraun sinni í bardagasamtökunum. Hann hefur klárað 11 bardaga á ferlinum með rothöggi og þar af þrjá í UFC.

Tumenov kemur frá Rússlandi og er aðeins 24 ára gamall en samt með 19 bardaga í MMA. Tumenov er sem stendur í 15. sæti styrkleikalista UFC en Gunnar féll af listanum nýverið.

Eftir sigur Tumenov á Lorenz Larkin í janúar óskaði hann eftir topp 15 andstæðingi. Þó Gunnar sé ekki lengur á topp 15 listanum mun sigur gegn honum gera mikið fyrir feril Tumenov. Gunnar er stærsta nafnið sem Tumenov hefur mætt og skref upp á við.

Gunnar Nelson tapaði sínum síðasta bardaga gegn Demian Maia í desember og hefur nú tapað tveimur af síðustu þremur bardögum sínum. Gunnar þarf því nauðsynlega á sigri að halda í Hollandi ef hann ætlar sér að vera á meðal fremstu manna í flokknum.

Fastlega má búast við að bardaginn verði ofarlega á bardagakvöldinu en í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Alistair Overeem og Andrei Arlovski. Þar sem bardagarnir fara fram í Evrópu ætti Gunnar að vera á fínum tíma á íslenskum tíma eða milli 20 og 22 sunnudagskvöldið 8. maí.

Eins og staðan er núna lítur bardagakvöldið svona út:

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Andrei Arlovski
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Albert Tumenov
Þungavigt: Stefan Struve gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva
Veltivigt: Dominic Waters gegn Peter Sobotta
Léttvigt: Chris Wade gegn Rashid Magomedov
Léttvigt: Reza Madadi gegn Yan Cabral
Millivigt: Garreth McLellan gegn Magnus Cedenblad

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular