spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða2014: Bardagamaður ársins

2014: Bardagamaður ársins

Síðasti dagur ársins er á morgun og því kynnum við til leiks síðasta árslistann. Í dag útnefnum við bardagamann ársins en útnefnum einnig aðra bardagamenn sem áttu frábæru gengi að fagna á árinu.

rafael dos anjos

5. Rafael dos Anjos (3-1 á árinu)

Síðan dos Anjos tapaði gegn Khabib Nurmagomedov í apríl hefur hann sigrað þrjá bardaga í röð afar sannfærandi. Hann varð fyrsti maðurinn til að sigra Ben Henderson eftir rothögg og gjörsamlega rústaði Nate Diaz í desember. Eftir þessar tvær frábæru frammistöður (auk sigurs á Jason High) fékk dos Anjos titilbardaga gegn Anthony Pettis á næsta ári. 2014 var frábært ár fyrir dos Anjos og verður afar spennandi að fylgjast með næsta ári hjá honum.

conor-mcgregor

4. Conor McGregor (2-0 á árinu)

Conor McGregor átti frábært ár eftir að hafa komið til baka eftir gríðarlega erfið meiðsli (slitið krossband). Hann sigraði báða bardaga sína mjög sannfærandi í fyrstu lotu ( með rothöggi) og sigri hann Dennis Siver í janúar fær hann líklegast titilbardaga. Conor er orðinn risastjarna í MMA og á bara eftir að verða enn stærri svo lengi sem hann heldur áfram að vinna.

donaldcerrone211

3. Donald Cerrone (4-0 á árinu)

Í lok árs 2013 lýsti Cerrone yfir að hann vildi berjast sex sinnum á næsta ári þar sem hann væri blankur. Það gekk ekki alveg eftir en fjórir sigrar í fjórum bardögum og þrír frammistöðubónusar ættu að gefa vel í aðra hönd. Hans næsti bardagi fer fram á laugardaginn gegn Miles Jury og verður bardaginn eflaust frábær skemmtun líkt og allir bardagar Cerrone.

barao dillashwa

2. TJ Dillashaw (3-0 á árinu)

TJ Dillashaw byrjaði árið á sigri á Mike Easton eftir mjög góða frammistöðu en skömmu síðar tilkynnti UFC að hann fengi næsta titilbardaga. Margir efuðust um Dillashaw og töldu að þessi bardagi kæmi of snemma fyrir hann. Dillashaw sýndi að svo var ekki með magnaðri frammistöðu er hann tók beltið af Renan Barao. Stuðullinn á sigri Dillashaw var afar hár og fáir sem töldu að hann ætti einhverja möguleika í þáverandi meistara. Það kom því talsvert á óvart þegar Dillashaw gjörsigraði Renan Barao og rotaði hann í 5. lotu. Hann gerði það sama gegn Joe Soto síðar á árinu en frammistaða hans gegn Barao var sennilega besta frammistaða ársins í UFC.

robbie_lawler_belt

1. Robbie Lawler (3-1 á árinu)

Robbie Lawler barðist um veltivigtartitilinn í febrúar gegn Johny Hendricks þar sem hann tapaði í besta bardaga ársins og einum besta titilbardaga allra tíma. Hann vann sig svo aftur upp í titilbardaga með sigrum á Matt Brown og Jake Ellenberger og mætti Johny Hendricks aftur um veltivigtartitilinn. Í þetta sinn fór Lawler með sigur af hólmi eftir umdeilda dómaraákvörðun og er í dag veltivigtarmeistari UFC árið 2014. Slíkt var óhugsandi fyrir fáeinum árum síðan og hefur Lawler fullkomnað ótrúlega endurkomu sína með því að klífa á toppinn í MMA. Robbie Lawler er bardagamaður ársins hjá MMA Fréttum.

Aðrir sem komu til greina: Carla Esparza, Fabricio Werdum, Ronda Rousey, Will Brooks.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular