spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða2014: Bestu uppgjafartök ársins

2014: Bestu uppgjafartök ársins

Þá eru aðeins nokkrir dagar eftir af árinu og ekki seinna vænna en að rifja upp það sem stóð upp úr árið 2014. Hér ætlum við að fara yfir tíu bestu uppgjafartök ársins.

Það voru mörg glæsileg uppgjafartök sem litu dagsins ljós á árinu og því ekki auðvelt verk. Hér eru tíu glæsilegustu uppgjafartök ársins að okkar mati:

10. Walel Watson gegn Anthony Gutierrez – Titan FC 30

Þessi bardagi fór framhjá mörgum en var virkilega skemmtilegur. Eftir að Watson var sleginn niður snemma í fyrstu lotunni var dómarinn nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann en Watson náði að lifa af. Eftir tæpar þrjár mínútur tókst Watson að læsa „triangle“ hengingu og kláraði. Bardagann í heild sinni má sjá hér að neðan.

9. Gunnar Nelson gegn Omari Akhmedov – UFC Fight Night: Gustafsson vs. Manuwa

Gunnar Nelson snéri aftur í búrið eftir árs fjarveru vegna meiðsla með sigri á Omari Akhmedov. Bardaginn fór fram í London í mars og sýndi Gunnar frábær tilþrif þegar hann hengdi Rússann í lok fyrstu lotu. Gunnar gaf Akhmedov smá pláss og þegar Rússinn gerði sig líklegan til að komast upp greip Gunnar um hálsinn hans og hengdi. Vel sett upp hjá okkar manni.

gunnar nelson omari ak

8. Mitch Clarke gegn Al Iaquinta – UFC 173

Mitch Clarke barðist aðeins einu sinni á þessu ári og það var sigur á Al Iaquinta. Snemma í 2. lotu náði Clarke taki á hálsi Iaquinta og læsti „D’Arce hengingu“. Iaquinta tókst ekki að losa sig úr takinu og sofnaði að lokum.

Mitch Clarke gif

7. Rousimar Palhares gegn Steve Carl – WSOF 9

Rousimar Palhares átti gott ár og sigraði báða bardaga sína eftir fótalása. Fyrri sigur hans kom í maí er hann sigraði Steve Carl eftir „inverted heel hook“ eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Enn á ný var Palhares ekkert að flýta sér að sleppa uppgjafartakinu.

palhares steve carl

6. Liam McGeary gegn Kelly Anundson – Bellator 124

Léttþungavigtarmaðurinn Liam McGeary átti gott ár og sigraði alla þrjá bardaga sína. Það skilaði honum titilbardaga og mun hann mæta Emmanuel Newton á næsta ári. Í september sigraði hann Kelly Anundson eftir „inverted triangle“ hengingu en 13 sekúndur voru eftir af fyrstu lotunni þegar Anundson tappaði út.

liam reverse triangle

5. Yancy Medeiros gegn Damon Jackson – UFC 177

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur UFC bardögum sínum þurfti Medeiros nauðsynlega að sigra Damon Jackson á UFC 177 í ágúst. Hann nýtti tækifærið og sigraði Jackson með áhugaverðri öfugri „guillotine“ hengingu, eftir að Jackson hafði gert tilraun til að snúa sig út úr hefðbundnu „guillotine“ taki Medeiros.

damon jackson

4. Charles Oliveira gegn Hatsu Haoki – UFC Fight Night 43

Bardagi Oliveira og Haoki í júní var stórskemmtilegur bardagi fyrir aðdáendur gólfglímunnar. Báðir sýndu góða takta og sem dæmi reyndi Haoki fljúgandi „triangle“ og náði síðar bakinu á Oliveira. Að lokum tókst Oliveira þó að ná uppgjafartaki þegar hann hengdi Haoki í annarri lotu.

olviera gif

3. Eduardo Dantas gegn Anthony Leone – Bellator 111

Eflaust finnst einhverjum sjálf henging Dantas tilkomulítil en það var hins vegar aðdragandinn sem var glæsilegur. Dantas og Leone mættust á Bellator 111 í mars. Leone hafði sigrað fyrstu lotuna eftir að hann náði fellu og lá ofan á Dantas í fimm mínútur. Seinni lotan virtist ætla að verða eins þar sem Leone elti felluna linnuaust. Dantas sýndi þó klókheit, steig yfir Leone, læsti annarri hendi hans með vinstri löppinni og náði hengingu. Dæmi um glæsilegt BJJ.

eduarde dantes

2. Luke Rockhold gegn Tim Boetsch – UFC 172

Tim Boetsch er enginn aukvissi þegar það kemur að glímunni en Luke Rockhold sá við honum þegar þeir mættust á UFC 172 í apríl. Eftir spark frá Rockhold reyndi Boetsch fellu. Rockhold náði þó að snúa stöðunni við eftir skemmtilegt „scramble“ í gólfinu. Boetsch hélt áfram í fótinn og þar sýndi Rockhold hve úrræðagóður hann er í gólfglímunni og nýtti sér þetta til að setja upp „inverted triangle“. Boetsch hafði aðeins einu sinni áður tapað með uppgjafartaki.

rockhold gif

 

luke rockhold boetsch gif

1. Ben Saunders sigrar með fyrstu omoplata uppgjöf sögunnar í UFC – UFC Fight Night 49

Ben Saunders skrifaði undir samning við UFC á árinu eftir að hafa barist hjá Bellator í nokkur ár. Hann mætti Chris Heatherly í ágúst og sigraði með fyrstu omoplata uppgjöf sem litið hefur dagsins ljós í UFC. Saunders er svartbeltingur í BJJ og æfir hjá American Top Team ásamt færum glímuköppum eins og Jeff Monson, Wilson Gouveia og Caio Magalhaes – en sá síðastnefndi er einmitt með sigur eftir omoplata á bardagaskorinu. Í MMA er algengt er að menn noti omoplata til að ná ‘sweep’ en fram að þessu hafði enginn bardagi verið kláraður með omoplata uppgjöf í UFC. Uppgjafartak Saunders má sjá hér að neðan:

Ben Saunders Taps Chris Heatherly with Omoplata - UFC Fight Night Tulsa

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Skemmtilegt val. Held sjálfur mikið uppá nr. 9 🙂 og nr. 2. Reyndar var það ekki inverted triangle hengingin hjá Luke Rockhold sem Tim Boetsch gafst upp fyrir undir lokin heldur Kimura takið sem hann setti á í kjölfarið. En inverted triangle uppsetningin er algjör snilld og klárlega það sem setur upp kimurað í endann. One arm guillotine hengingin hjá Rockold gegn Michael Bisping í síðasta mánuði var líka ansi nett 🙂

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular