spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent2015: Bestu rothögg ársins

2015: Bestu rothögg ársins

Árið 2015 var frábært ár í MMA heiminum. Sumir sérfræðingar vilja meina að árið hafi verið ákveðin endurlífgun fyrir MMA. Hér ber að líta á bestu rothögg ársins.

10. Shawn Jordan gegn Derrick Lewis – UFC Fight Night: Boetsch vs. Henderson

Stundum er eitthvað vandræðalega fallegt að sjá þungavigtarmenn sparka eða bara einfaldlega hoppa. Shawn Jordan er engin venjulegur þungavigtarmaður. Hann er um 120 kg og getur tekið afturábak stökk auðveldlega. Gegn Derrick Lewis skellti hann í eitt krókspark (e. hook kick) sem vankaði Derrick Lewis.


9. Frank Mir gegn Todd Duffee – UFC Fight Night: Mir vs. Duffee

Frank Mir er ekki sá fljótasti í bransanum en hann hefur reynsluna. Duffee er efnilegur en hann er enn óslípaður. Krókarnir hans eru mjög villtir og klunnalegir þar sem hann treystir of mikið á kraft sinn. Hér teygir Duffee sig einfaldlega of langt á eftir högginu og Mir svarar snöggt beint á trýnið.

8. Thiago Santos gegn Steve Bossé – UFC Fight Night: Machida vs. Romero

29 sekúndur af æsilegum bardaga. Thiago Santos hafði sparkað einu sinni í magann á Bossé fyrr í bardaganum. Santos sparkaði hærra í næsta skipti og Bossé varði magann í stað þess að verja hausinn. Ekki fljótasta hásparkið í UFC en það var mikill þungi á bakvið það.

7. Alexander Shlemenko gegn Melvin Manhoef – Bellator 133

Bardaginn gegn Manhoef var líklega seinasti bardagi Shlemenko í Bandaríkjunum. Hann fékk þyngsta dóm allra tíma í MMA eða um fimm ára bann eftir að hann var uppvís af steranotkun. Rothöggið gegn Manhoef var þó gríðarlega fallegt. Manhoef hefur líklega barist of lengi og þykir ekki hafa hökuna lengur til þess að fá þung högg á sig. Shlemenko reynir snúnings högg og setur mikin hraða í snúninginn en hinn óviðbúni Manhoef fær olnbogan beint í andlitið og féll niður.

alexander shlemenko

6. Paul Felder gegn Danny Castillo – UFC 182

Þetta rothögg er eitt af þeim rothöggum sem væri hægt að kalla heppni. Við höfum hins vegar séð Felder reyna mörg alls kins snúningshögg í UFC og er þetta nokkuð sem hann gerir mjög mikið af. Felder fær nokkur högg frá Castillo og ákveður að snúa sér við með einhvern þrumufleyg sem hittir svona svakalega.

paul-felder-knocked-out-danny-castillo

5. Thomas Almeida gegn Brad Pickett – UFC 189

Almeida er líklega einn af efnilegustu bardagamönnum heims um þessar mundir. Brad Pickett hafði samt betur í fyrstu lotu þeirra og hafði til þessa slegið Almeida tvisvar niður. Almeida þurfti því að breyta til og hvað er þá betra en að hlaða í eitt gott fljúgandi hnéspark? Hnéð smellhitti og Pickett lá óvígur eftir. Almeida fær einnig gott karma fyrir að fylgja ekki á eftir.

thomas almeida ko gif

4. Hisaki Kato gegn Joe Schilling – Bellator 139

Sparkboxarinn Joe Schilling var talin mun hættulegri standandi en nýliðinn Hisaki Kato fyrir bardagann. Það reyndist hins vegar vera Hisaki Kato sem var hættulegri standandi þar sem hann kláraði bardagan með súperman höggi og líklega kláraði um leið MMA feril Joe Schilling.

3. Uriah Hall gegn Gegard Mousasi – UFC Fight Night: Barnett vs. Nelson

Gegard Mousasi var mun sigurstranglegri fyrir bardagann og ekki gáfu margir Uriah Hall mikla möguleika í bardaganum. Mousasi hafði aldrei verið rotaður fyrir bardagann og stjórnaði Hall í gólfinu nánast alla fyrstu lotuna. Hall þurfti heldur betur að taka á honum stóra sínum og setti upp glæsilegt hoppandi hringspark sem gerði Mousasi mjög vankaðan og kláraði svo bardagann á fljúgandi hnésparki.

Uriah Hall

2. Conor McGregor gegn Jose Aldo – UFC 194

Það var búið að tala um bardagan í meira en ár en bardaginn reyndist vera fljótasti titilbardagi í sögu UFC. Jose Aldo kom reiður inn og keyrði inn frekar opinn. McGregor svaraði gullfallega með vinstri krók á meðan Aldo kom inn með hægri. Högg Aldo hitti en McGregor hafði þá slökkt á Aldo sem fór beinustu leið í gólfið og lagði sig þar. Allur bardaginn tók um þrettán sekúndur. Titilbardagar hafa oft verið meira spennandi.

1. Holly Holm gegn Rondu Rousey – UFC 193

Ofurstjarnan Ronda Rousey hafði ekki mikið upp á að bjóða gegn Holly Holm er þær mættust þann 15. nóvember. Holm átti líklega einn fallegasta bardaga sem farið hefur fram. Rousey gerði nákvæmlega það sem Holm vildi og óð áfram þar sem hún át hvert einasta högg frá Holm. Í hvert sinn sem Rousey ætlaði að svara var Holm farin og notaði þar frábæra fótavinnu. Holm var búin að vanka Rousey og smellti svo vinstri hásparki beint í höfuð Rousey. Þar með eyddi hún vonum Rousey um að hætta ósigruð.

Þetta er besta rothögg ársins 2015 og tökum við mið af hvernig Rousey hafði farið með andstæðingana sína fram að þessum bardaga og hversu mikið sigurinn kom á óvart miðað við veðbankastuðla og mat sérfræðinga.

holly holm ronda rousey ko

2015: Bardagamaður ársins

2015: Bestu uppgjafartök ársins

2015: Bestu bardagar ársins

2015: Stærstu fréttir ársins (Erlent)

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular