Friday, April 26, 2024
HomeForsíða3 töp á Fightstar hjá Íslendingunum

3 töp á Fightstar hjá Íslendingunum

Þrír Íslendingar börðust á Fightstar í London í kvöld. Diego, Dagmar og Haraldur þurftu að sætta sig við töp í kvöld.

Dagmar Hrund var fyrst en hún mætti Manuela Marconetto í fluguvigt kvenna. Dagmar tapaði eftir dómaraákvörðun og er nú 2-2 en þetta var áhugamannabardagi.

Haraldur Arnarsson var næstur en hann mætti Simeon Powell í millivigt. Powell byrjaði bardagann á nokkrum lágspörkum og þegar Haraldur reyndi að loka fjarlægðinni og komast nær Powell át hann gott högg sem virtist vanka Harald. Haraldur bakkaði og þjarmaði Powell að honum, kýldi niður og lét höggin dynja á Haraldi áður en dómarinn stöðvaði bardagann eftir 1:10 í 1. lotu.

Diego Björn Valencia mætti Luke Trainer í aðalbardaga kvöldsins. Um atvinnubardaga var að ræða í 93 kg léttþungavigt. Það var mikið um lágspörk til að byrja með frá báðum en Trainer náði síðan fellu og reyndi „side choke“ en Diego varðist vel og gaf dómaranum þess merki að hann væri í góðu lagi. Diego tókst að komast upp og skiptust þeir aðeins á höggum í lok lotunnar þar sem Diego fékk smá augnpot frá Trainer en virtist í lagi þegar 2. lota byrjaði.

Í 2. lotu var mikið um „clinch“ baráttu sem fór fram og til baka. Þegar um 30 sekúndur voru eftir af lotunni náði Trainer fellu og endaði lotuna ofan á.

Í 3. lotu var þreytan farin að segja til sín. Um miðbik lotunnar var Diego kýldur niður af vinstri krók og beinni hægri. Trainer stökk á Diego og reyndi að klára með höggum í gólfinu en Diego varðist höggunum. Trainer greip þá í hálsinn og læsti „rear naked choke“. Diego reyndi eins og hann gat að verjast hengingunni en þurfti að gefast upp að lokum. Trainer er því 2-0 sem atvinnumaður og er ekki hægt að segja annað en að betri maðurinn hafi unnið í kvöld.

Þrjú töp því niðurstaðan í kvöld hjá Íslendingunum þremur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular