spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða98 keppendur á Mjölnir Open ungmenna um helgina

98 keppendur á Mjölnir Open ungmenna um helgina

Glímufólk framtíðarinnar mun etja kappi um helgina á Mjölnir Open ungmenna. Hátt í 100 keppendur eru skráðir á mótið frá 5-17 ára aldri.

Mjölnir Open ungmenna er glímumót án galla (nogi) þar sem keppt er í fjölmörgum aldursflokkum. 98 keppendur eru skráðir til leiks á mótið í ár.

Það er ljóst að unga kynslóðin er hungruð í að fá að keppa á ný en krakkarnir fengu ekkert að keppa árið 2020 vegna Covid-19. Margir krakkar hafa því beðið lengi eftir þessu móti.

29 þyngdar- og aldursflokkar verða á mótinu en á laugardeginum keppa krakkar frá 5-11 ára aldurs. Þar eru engin uppgjafartök og er einungis hægt að vinna með stigum. Á sunnudaginn keppa svo 12-17 ára krakkar en þar er hægt að vinna með uppgjafartaki.

Mótið hefst kl. 11 báða dagana og er hægt að fylgjast með gangi mála á Smoothcomp hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular