spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAð minnsta kosti sjö bardagar á Evrópumótinu í dag

Að minnsta kosti sjö bardagar á Evrópumótinu í dag

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í dag fer seinni dagur Evrópumótsins fram í Birmingham. Sjö Íslendingar keppa í dag og stefna á að gera jafn vel og í gær.

Bjarki Ómarsson er að öllum líkindum fyrstur af Íslendingunum líkt og í gær. Hann mætir Ali-Ebrahim-Qasim frá Barein og vinni hann þann bardaga gæti hann keppt annan bardaga síðar í dag. Bjarki sigraði Norður-Írann Bobby Sheppard með hengingu í 2. lotu í gær.

Bjarki Þór Pálsson mætir Ítalanum Ehsan Ghandchiller en í gær sigraði hann Þjóðverjann Lukas Licht. Líkt og nafni sinn gæti hann keppt annan bardaga síðar í dag sigri hann Ítalann.

Egill Øydvin Hjördísarson mætir Tencho Karanev frá Búlgaríu skömmu eftir Bjarka. Egill sigraði sinn bardaga á aðeins 49 sekúndum í gær og ætti því að vera nokkuð ferskur í dag. Líkt og Bjarkarnir tveir gæti Egill keppt aftur í dag sigri hann Búlgarann.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætir hinni ítölsku Ilaria Norcica en hún keppir í strávigt. Þetta verður fyrsti bardagi Sunnu á mótinu.

Inga Birna Ársælsdóttir mætir Varpru Rinnen frá Finnlandi í bantamvigt. Líkt og Sunna sat hún hjá í gær og verður þetta því fyrsti bardaginn hennar á mótinu.

Bjartur Guðlaugsson mætir Connor Hitchens frá Bretlandi en Bjartur sigraði bardagann sinn í gær eftir klofna dómaraákvörðun.

Pétur Jóhannes Óskarsson mætir Búlgaranum Yordan Ivanov en Pétur keppir í þungavigt. Þetta verður fyrsti bardagi Péturs á mótinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular