Friday, March 29, 2024
HomeErlentAldo: Hefði frekar viljað tapa gegn Mendes eða Edgar

Aldo: Hefði frekar viljað tapa gegn Mendes eða Edgar

jose aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jose Aldo tapaði fyrir Conor McGregor í desember en það var fyrsta tap hans í tíu ár. Aldo hefði frekar viljað tapa fyrir Frankie Edgar eða Chad Mendes og harmar það að tapið skyldi hafa komið gegn Conor McGregor.

Það var afar sárt fyrir Jose Aldo að tapa á móti Conor McGregor á UFC 197. McGregor tókst að rota Aldo á aðeins 13 sekúndum og tók þar með fjaðurvigtarbeltið af Aldo. McGregor hafði hæðst að Aldo og ögrað honum í 11 mánuði fram að bardaganum og var tapið því sérstaklega erfitt fyrir Aldo.

„Allir vissu að það kæmi að því að ég myndi tapa einn daginn og þá myndi ég sætta mig við tapið eins og maður. En ekki gegn honum [Conor]. Tapið var miklu verra af því þetta var hann sem ég tapaði fyrir. Ég hefði getað tapað gegn Frankie Edgar eða Chad Mendes, menn sem ég átti mjög harða bardaga gegn, en ég þurfti að tapa á móti honum. Ég var mjög vonsvikinn með sjálfan mig, þetta var dagur sem ég mátti einfaldlega ekki tapa,“ sagði Aldo við brasilíska fjölmiðla í gær.

Þrátt fyrir vonbrigðin er Aldo staðráðinn í að fá annað tækifæri og fara þá með sigur af hólmi. „Hann mun vera í UFC lengi og ég er með samning við UFC. Jörðin heldur áfram að snúast og fyrr en síðar mun ég standa á móti honum í búrinu aftur og þá mun ég valta yfir hann.“

Annars er það að frétta af Aldo að kappinn var að opna hamborgarastað í Rio. Hér að neðan má sjá hann svara spurningum fjölmiðla við opnun hamborgarastaðarins þar sem hann talar um m.a. um Conor McGregor, hamborgarastaðinn, bardaga dos Anjos og McGregor og fleira.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular